Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Sigurði að helstu fórnarlömbin séu miðaldra húseigendur með skreytingaæði og nágrannar þeirra. Hann segir að í sérbýlum þurfi húseigendur að gæta þess að skreytingarnar trufli ekki daglegt líf og svefn nágranna. Í fjölbýlum þurfi fólk að komast að samkomulagi um skreytingar og kostnað við þær.
Haft er eftir Sigurði að það þekkist að bannað sé að skreyta í fjölbýlishúsum en hann segist efast um að slík bönn standist skoðun. Að hans mati eru náungakærleikur, umburðarlyndi og tillitssemi í sambúð fólks og því er kannski rétt hjá fólki að hafa það í huga áður en það setur upp jólaskreytingar.