Fréttablaðið skýrir frá þessu. Náttúruverndarsamtökin telja að veiðarnar hafi því ekki verið í samræmi við lög um dýravelferð og telja mikilvægt að Matvælastofnun hlutist til um rannsókn á veiðunum.
Náttúruverndarsamtökin telja eftirlit Matvælastofnunar með hvalveiðum ekki vera upp á marga fiska að sögn Árna Finnssonar formanns þeirra.