fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 15:20

Frú Ragnheiður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn munu, í samstarfi við Frú Laufey-félag um skaðaminnkun, róa á róðravél í heila viku til að safna fjármagni fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar. Verkefnastjóri Frú Ragnheiðar segir mikilvægt að fá fjármagn fyrir félagið til að halda starfseminni áfram, en starfsemin fær ekki nægilegt magn af opinberum styrkjum. Söfnunin hefst þann 14. desemer og lýkur viku síðar. Verður róðravélin staðsett hjá Under Armour, sportvörubúð í Kringlunni. Hægt verður að leggja þessari mikilvægu söfnun lið með ýmsum hætti.

Sjö fræknir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, í samstarfi við Frú Laufey-félag um skaðaminnkun, ætla að róða á róðravél stanslaust í heila viku til að afla fjármuna fyrir Frú Ragnheiði. Fjármagninu verður meðal annars varið til tækjakaupa, kaupa á  hjúkrunarvörum og sýklalyfjum.

Róðurinn mun eiga sér stað í verslun Under Armour í Kringlunni og hefst á föstudaginn klukkan fimm.

Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll á vegum Rauða krossins í Reykjavík sem fer um götur Höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku frá 18:00-22:00 og þjónustar heimilislausa einstaklinga og einstaklinga sem glíma við erfiðan vímuefnavanda. Þjónustan í Frú Ragnheiði er í grunnin tvíþætt. Annars vegar er hún heilbrigðisþjónusta og hins vegar er hún nálaskiptaþjónusta. Að auki fá einstaklingar mat, drykki, svefnpoka, hlýjan fatnað, sálrænan stuðning og ráðgjöf. Árið 2017 leituðu um 400 einstaklingar til Frú Ragnheiðar og voru um 3.000 heimsóknir í bílinn.

Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að lífsróðurinn sé frábært framlag fyrir starf Frú Ragnheiðar.

„Við höfum fengið 6,5 milljónir á ári frá heilbrigðisráðuneytinu, milljón frá embætti landlæknis, tvær og hálfa milljón frá Reykjavíkurborg og hálfa frá Hafnarfjarðarbæ. Áætlaður kostnaður starfseminnar fyrir árið 2018 er um 19-20 milljónir. Rauði Krossinn er því enn að borga með verkefninu og við höfum þurft að reiða okkur mikið á fyrirtæki og einstaklinga út í bæ til að styrkja verkefnið. Þessi söfnun er hluti af því og skiptir gífurlega miklu máli að fá fjármagn inn í starfsemina svo við getum haldið verkefninu áfram.“

„Ég held að fólk sé opnara fyrir skaðaminnkun í dag og viti meira um gagnreyndar aðferðir sem hafa sannað sig gagnvart fólki með mikinn vímuefnavanda.  Skaðaminnkun skilar sér til baka sem sparnaður bæði í heilbrigðiskerfinu sem og í félagslega kerfinu.“

Nánar verður fjallað um Frú Ragnheiði og verkefnið í vikunni.

Hægt verður að leggja söfnuninni lið með eftirfarandi hætti: 

Róðurinn mun eiga sér stað í verslun Under Armour í Kringlunni og hefst á föstudaginn klukkan fimm og lýkur eins og áður segir viku síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg