Fyrri árásin átti sér stað 2015 en þá sló hann mann ítrekað með keðju og rifbeinsbrotnaði fórnarlambið, marðist á öxl og hlaut áverka á búk.
Í síðara málinu, sem gerðist 2017, sló hann reiðhjólamann ítrekað í höfuðið. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um árásirnar en mat geðlækna var að refsing kæmi að litlu gagni. Maðurinn hefur verið í meðferð við andlegum veikindum sínum og hefur hún bætt ástand hans mikið og var hann því dæmdur til að vera undir eftirliti lækna og fylgja fyrirmælum um lyfjameðferð.
Fréttablaðið skýrir frá þessu.