Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að ef heilbrigðisstarfsfólk hreinsi hendur sínar ekki nægilega vel aukist líkur á spítalasýkingum um 20-40 prósent. Sýkingarnar geta valdið því að sjúklingar veikjast meira og að dvöl þeirra á sjúkrahúsum lengist en einnig eru dæmi um að sjúklingar hafa dáið af völdum spítalasýkinga.
Um 6,2 prósent innlagðra fá spítalasýkingar á þessu ári en í helstu samanburðarlöndum er hlutfallið um 5 prósent. Hlutfallið hefur aðeins versnað hér á landi á milli ára en mikið álag er á starfsfólki Landspítalans, þar á meðal vegna skorts á starfsfólki.