fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi ársins smitast rúmlega fjórir sjúklingar af ýmsum sýkingum á Landspítalanum. Spítalasýkingar sem þessar eru algengari hér á landi en erlendis þrátt fyrir að markvisst hafi verið unnið að úrbótum, þar á meðal með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendur sína rétt og vel.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að ef heilbrigðisstarfsfólk hreinsi hendur sínar ekki nægilega vel aukist líkur á spítalasýkingum um 20-40 prósent. Sýkingarnar geta valdið því að sjúklingar veikjast meira og að dvöl þeirra á sjúkrahúsum lengist en einnig eru dæmi um að sjúklingar hafa dáið af völdum spítalasýkinga.

Um 6,2 prósent innlagðra fá spítalasýkingar á þessu ári en í helstu samanburðarlöndum er hlutfallið um 5 prósent. Hlutfallið hefur aðeins versnað hér á landi á milli ára en mikið álag er á starfsfólki Landspítalans, þar á meðal vegna skorts á starfsfólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi