fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Íris segir ummæli þingmanna vera til háborinnar skammar – Segir þá eiga að hlusta á það sem fólkið segir

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi ummæli og öll þau sem voru viðhöfð á þessum fundi, þau segja bara allt um það fólk sem þar sat og eru þeim sem tóku þátt í þessu til háborinnar skammar.“

Svo mælir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við RÚV að loknum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Íris var á meðal þeirra sem þingmenn ræddu um á óviðeigandi hátt á Klausturbarnum á dögunum, en eins og mörgum er kunnugt hefur málið valdið miklu fjaðrafoki undanfarna daga.

Sjá einnig: Þingmennirnir voru að tala um Írisi en ekki Áslaugu Örnu – „Hún er helvíti sæt stelpa“

Þegar bæjarstjóri Vestmannaeyja kom til tals á Klausturbarnum sagði Bergþór Ólason meðal annars að hún væri „miklu minna hot í ár heldur en hún var fyrir fjórum árum síðan.“

Hvorki Bergþór né Karl Gauti Hjaltason sátu fund umhverfis- og samgöngunefndar, þegar Íris var gestur nefndarinnar. Þegar Íris er spurð að því hvernig henni hafi fundist að koma á fundinn í ljósi þess að þessir men þurftu að víkja, svarar hún að það hafi ekki verið mikið mál. Einnig segist hún ekki taka ummæli þingmannanna á Klausturbarnum nærri sér.

„Þetta dæmist algjörlega á þessa einstaklinga, og hvernig þeir hafa hagað sér, og ég held að þeir ættu bara aðeins að fara að hlusta á það sem fólk er að segja,“ bætir Íris við. Aðspurð hvort hún hefði fengið afsökunarbeiðni segist Íris ekki hafa heyrt frá neinum sem áttu í hlut á Klausturbar.

Sjá einnig: Ólafur og Karl nenntu ekki að ræða leyniupptökuna við flokkinn – Fannst málið ómerkilegt og vildu drífa sig í þingveisluna

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag, þar sem mótmæla á framkomu þingmannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“