fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hildur spurði hvort karlar könnuðust við „Klausturstal“ og svörin létu ekki á sér standa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 09:17

Hildur Lillendahl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þekkta baráttukona og feministi, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, auglýsir eftir körlum sem kannast við þá orðræðu kvenfyrirlitningar sem einkennir margt úr Klaustursupptökunum frægu sem DV hefur greint svo ítarlega frá í vikunni. Ekki er nóg með að margir karlar sem svara Hildi kannist vel við slíka orðræðu heldur viðurkenna sumir að hafa tekið þátt í henni.

Hildur skrifar á Facebook-síðu sína:

„Ég lýsi hér með eftir körlum sem hafa hugrekki til að játa að þeir kannist mætavel við orðræðuna um konur sem birtist okkur í vikunni, hafi orðið vitni að henni og jafnvel ekki brugðist við (ég þori ekki að ganga svo langt að segja „tekið undir hana/beitt henni“ en ég hvet ykkur til að hugsa um þann möguleika líka).“

Færslan hefur fengið sterk viðbrögð og fjölmargir karlar stíga fram og tjá sig. Einn þeirra segir:

„Ég. Ég hef meira að segja tekið þátt í henni. Ég var reyndar bara unglingur og mjög mjög lítill karl. Ekki miðaldra þingmaður og mjög mjög lítill karl.”

Laminn fyrir að verja konur og vera feministi

Nokkrir fleiri karlar kannast við að hafa tekið þátt í slíku niðrandi tali um konur á unglingsaldri en einn skrifar:

„Ég hef margsinnis orðið vitni að svona orðræðu og alltof sjaldan brugðist við. Það er kannski vegna þess að í eitt af fáum skiptum sem ég brást við var ég laminn fyrir að skipta mér af því sem mér kom ekki við, og já, fyrir að vera feministi. Þannig að…“

Kvenfyrirlitning á Múlakaffi

Eldri borgari segist fara á hverjum degi á veitingastaðinn Múlakaffi og þar sé fyrir hópur karla á eftirlaunaaldri sem tali óvirðulega um konur. Hann skrifar:

„En ég get sagt það með góðri samvisku að ég hvessi mig við þá þegar þeir eru farnir að tala um „kellingar“, og eitthvað þaðan af verra í niðrandi tón. Ég sit ekki þegjandi yfir slíku. Og svei mér ef þeir eru ekki sumir farnir að hika við stóru orðin. Þeir nota þau kannski annars staðar en ég sit ekki yfir svoleiðis.“

Ef dæma má af viðbrögðum fjölmargra karla við þessari færslu Hildar virðist ljóst að lítilsvirðandi tal um konur er enn mjög algengt í samfélaginu.

Uppfært: Mikið hefur bæst við þessar áhugaverðu umræður frá því fréttin var birst fyrst. Umræðurnar í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Umræðurnar í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir