fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. desember 2018 12:38

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í okkar ófullkomna heimi þýðir ekki að skjóta mýflugur með fallbyssum,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, í viðtali við dv.is, en hann telur allt of langt gengið með launalausu leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur tilkynnti um það í gærkvöld að hann hafi ákveðið að taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingmennsku og leita sér aðstoðar, eftir að siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um kvörtun á hendur honum. Atvikið snerist um að Ágúst Ólafur óskaði eftir kossi konu einnar og fór síðan um hana hraksmánarlegum orðum er hún vildi ekki þýðast hann. Ágúst Ólafur lýsir atvikinu svo:

„Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.“

„Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“

Sjá framhald lýsingar Ágústs í fyrri frétt DV um málið

 

„Maðurinn er kosinn á þing og hann á bara að mæta“

Einar Gautur telur málið of smávægilegt til að réttlæta fjarvistir af Alþingi. Hann geri í sjálfu sér ekki athugasemd við að siðanefnd Samfylkingarinnar hafi fjallað um málið: „Hvert félag hefur sína háttsemi og þau ráða því bara.“

Einar Gautur bendir hins vegar á að það séu ekki stjórnmálaflokkar sem ráði fólk til starfa á Alþingi heldur kjósendur:

„Gagnvart kjósendum þá er þetta bara atvik milli tveggja einstaklinga. Menn skulu ekki gleyma – og það er mjög mikilvægur punktur – að þingmenn eru ekki þingmenn eins einasta stjórnmálaflokks heldur kjósenda. Hvergi í stjórnarskránni er minnst á stjórnmálaflokk. Þetta er aðalatriðið.“

Einkalíf fólks borið á torg

„Við erum með ákvæði í 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs en svo er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu af því það er alltaf verið að hrópa um það á torgum og blanda vinnustöðum í einkalíf fólks og skammarstrik þess,“ segir Einar Gautur.

Tveir þingmenn Miðflokksins úr Klausturmálinu alþekkta hafa einnig farið í launalaust leyfi, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Um það segir Einar Gautur:

„Þeir þurfa að gera upp við sig sjálfir hvort þeir vilja sitja áfram, það getur enginn skipað þeim að hætta. En í þeirra sporum hefði ég sagt af mér, sjálfs mín vegna. En þetta er þeirra mál. Hluti af hneykslunargirninni í þjóðfélaginu er sá að ef menn hneykslast nógu mikið á náunganum þá líta þeir betur út sjálfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember