fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. desember 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðmaðurinn Róbert Wessmann fékk felldar niður skuldir upp á hátt í 44 milljarða í skuldauppgjöri sínu við Glitni. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Samdi Róbert um að greiða 1,3 milljarða af 45 milljarða skuld sinni við bankann. Samkomulagið gerði Róbert við Glitni í árslok 2013. Viðskiptafélagi Róberts, Árni Harðarsson, losnaði við persónulegar ábyrgðir á milljarða lánum í þessu skuldauppgjöri.

Róbert Wessmann er í dag einn af umsvifamestu fjárfestum landsins og stýrir hann meðal annars hinu þekkta lyfjafyrirtæki Alvogen. Er hann forstjóri félagsins og Árni Harðarson aðstoðarforstjóri þess.

Almenningur fær ekki slíkar niðurfellingar

Ítarleg fréttaskýring er um málið í Stundinni en þar er einnig önnur frétt þar sem rætt er um málið við umboðsmann skuldara, Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Segist Ásta ekki kannast við nein viðlíka dæmi þar sem almennur borgari hafi fengið hlutfallslega jafnmikla niðurfellingu á skuldum og telur hún þetta vera með ólíkindum. Meðal fjárfestinga Róberts eru fjölmiðlafyrirtækið Birtingur sem meðal annars gefur út tímaritin Mannlíf, Hús og híbýli og Vikuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður