fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Er stórt samsæri í gangi í íslensku viðskiptalífi? Eru valdamiklir aðilar á eftir litlum og sjálfstæðum aðilum? Jónas telur sig vera fórnarlamb samsæris

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 07:25

Þau voru ginkeypt fyrir samsæriskenningum og sömdu sínar eigin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember var skýrt frá því að fyrirtækið Goecco, sem seldi ferðir í íshellaskoðanir, væri komið í þrot og að fjölmargir sætu eftir með sárt ennið eftir að hafa greitt fyrir dýrar ferðir sem verða ekki farnar og fái ekki endurgreitt.

Í tölvupósti sem Jónas Freydal, eigandi Goecco, sendi viðskiptavinum fyrirtækisins segir hann meðal annars að valdamiklar fjölskyldur stýri Íslandi og segir farir sínar ekki sléttar við fyrirtækjarekstur en að hans sögn hefur ekki verið níðst jafnmikið á neinu íslensku fyrirtæki og fyrirtæki hans. Þar hafi lögreglan, skatturinn og íbúar landsins verið að verki. Goecco er rekið undir hatti fyrirtækisins Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf en Goecco er farið í þrot.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Jónas segi að það stefni hraðbyri í einokun í ferðaþjónustu hér á landi í umræddum tölvupósti sem var sendur fyrripart nóvember.

„Bankar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila.“

Segir Jónas og bætir við:

„Það er ekki aðeins við sem  þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun  – eins  hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“

Og bætir við:

„Aftur til einokunar!“ 

Fréttablaðið segir að einnig komi fram í tölvupóstinum að Jónas telji að Íslandi sé stýrt af valdamiklum fjölskyldum.

„Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljótleiki falinn í fólki og í kerfinu.“

Hann skýrir að sögn einnig frá því að þetta sé í annað sinn sem hann verður gjaldþrota. Fyrra skiptið hafi verið í desember á síðasta ári vegna 10.000 dollara skattaskuldar en það mál hafi verið byggt á misskilningi.

„Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögreglunni, skattinum og íbúum landsins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæðamáltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lögreglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjórinn.“

Ekki bætti úr skák að hans sögn að þegar íshellaferðir Goecco hafi verið byrjaðar að öðlast frægð hafi bændur skorið á dekkin á ökutækjum fyrirtækisins og reynt að fá sett bann á starfsemina í þjóðgarðinum til að geta náð viðskiptunum til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“