Í samkomulagi sem Kólfur, félag í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen forstjóra Bláa lónsins, gerði nýverið við framtakssjóðinn Horn II er Bláa lónið metið á 50 milljarða króna. Samningurinn snýst um kaup Kólfs á tæplega tuttugu prósenta óbeinum hlut framtakssjóðsins í Bláa lóninu.
Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að miðað við kauptilboðið sé verðmæti Bláa lónsin nú mun hærra en þegar Blackstone ætlaði að kaupa 30 prósenta hlut í því sumarið 2017.