fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Anna Kolbrún ætlar ekki að segja af sér þingmennsku – Hef aldrei grátið jafnmikið á ævinni og undanfarna daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 07:44

Anna Kolbrún Árnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Hún var ein sexmenninganna úr hópi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem létu óviðeigandi ummæli falla um samstarfsfólk sitt og ýmsa aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.

DV hefur birt upptökur af þessum samræðum þingmannanna og hafa þær vakið mikla athygli og reiði í þjóðfélaginu. Viðtal er við Önnu í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segist ekki ætla að segja af sér. Hún segist gera sér grein fyrir að hún lét þessar umræður viðgangast en átti sig jafnframt á að það hafi ekki verið á hennar ábyrgð að stöðva drukkna menn í að ræða saman.

„Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru al­veg ótrú­lega mörg „Ég hefði“.

Segir Anna meðal annars.

Hún segir að þegar hún hafi komið á Klaustur hafi henni verið boðinn stór bjór og hún hafi drukkið hann og einn lítinn til viðbótar. Hún hafi drukkið þá á löngum tíma og hafi ekki verið drukkin eins og haldið hefur verið fram í umfjöllun um málið. Hún sagðist hafa verið fyrsti þingmaður Miðflokksins sem yfirgaf staðinn og þegar út var komið hafi hún sagt við Ólaf Ísleifsson að þetta hafi verið of mikið en þar hafi hún átt við ákafann í mörgum viðstaddra.

„Ég upp­lifði þetta þannig að ég hafi ít­rekað reynt að skipta um umræðuefni, án ár­ang­urs.“ 

Er haft eftir Önnu sem segist aldrei hafa grátið jafnmikið á ævinni og undanfarna daga og hafi meðal annars brostið í grát á fundi þingflokksformanna í gær.

„En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætl­ast til þess að fólk fari allt á hnef­an­um og sýni hvorki til­finn­ing­ar né veik­leika­merki. Af hverju má ekki sýna til­finn­ing­ar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti