Hann er ákærður fyrir að hafa þvættað um 50 milljónir króna í gegnum sjóð, sem hann var rétthafi að ásamt eiginkonu og börnum, í tengslum við viðskipti bílaumboðs Ingvars Helgasonar. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Saksóknari krefst þess að Júlíus verði dæmdur í átta til tólf mánaða fangelsi fyrir meint brot sem áttu sér stað á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Peningarnir, sem um ræðir, voru geymdir á bankareikningi á Jersey til 2014 þegar þeir voru fluttir til Sviss.