fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Anna Sigurlaug kona Sigmundar kjaftstopp: „Hatrið og þörfin fyrir að smána aðra til upphefja sjálfan sig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs þakkar vinum sínum á Facebook fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt henni síðustu daga. Frá þessu er greint á Viljanum. Líkt og alþjóð ætti nú að vera kunnugt um hafa fréttir sem hafa verið birtar upp úr upptökum sem náðust af sex þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins vakið mikla athygli. Upptökurnar eru rúmlega þrír klukkutímar.

Viðstaddir voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, sem öll eru í Miðflokknum, og svo Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins. Á upptökunum má heyra þingmenn um stjórnmál og stjórnmálamenn. Þar lýsir m.a. Gunnar Bragi með hvaða hætti hann skipaði Geir og Árna árið 2014 þegar hann var utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn. Þá var Ólafi Ísleifssyni boðið að verða þingflokksformaður Miðflokksins. Gunnar Bragi hefur sagt við DV að það hafi verið grín. Einnig var gert grín að Freyju Haraldsdóttur svo dæmi sé tekið.

Sigmundur Davíð tjáði sig við fjölmiðla í gærkvöldi. Þar sagði Sigmundur að hann hefði verið viðstaddur verri umræður og orðið orðið vitni að því að aðrir þingmenn hefðu talað á mun verri hátt um aðra þingmenn en sexmenningarnir gerði kvöldið fræga. Sigmundur sagði:

„Maður skammast sín fyrir að hafa í öll þessi ár tekið þátt í þessu. Konan mín var að rifja upp fyrir mér að ég hefði oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar þurft að elta hana út þegar hún hefur rokið út og verið algjörlega misboðið að hafa þurft að hlusta á samtöl þingmanna en ég tók ekki frumkvæði, heldur bara sat og hlustaði og kannski tók þátt.“

Þá sagði Sigmundur jafnframt:

„Er það núna orðin skilda mín að rekja það hvað tilteknir þingmenn hafa sagt um aðra þingmenn sem sumt hvert eru töluvert grófara en við höfum heyrt á þessum upptökum. Er staðan orðin sú að okkur ber skilda til að þess að rekja það sem menn kunna að hafa sagt, hversu óviðeigandi sem það kann að vera.“

Á Viljanum er greint frá því að Anna Sigurlaug hafi tjáð sig um málið en hún tekur í svipaðan streng og Sigmundur og segist hafa gengið út úr samkvæmum stjórnmálamanna ásamt Sigmundi þar sem talað hafi verið illa um annað fólk:

„Við erum nú búin að taka nokkra slagina síðustu árin en nú er ég kjaftstopp. Ég bara skil ekki hvert íslenskt samfélag er komið. Hatrið og þörfin fyrir að smána aðra til upphefja sjálfan sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“