Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórhildi Elínu Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, að erfitt sé að eiga við þessa miklu aukningu á fíkniefnaakstri.
„Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið.“
Ef haft eftir Þórhildi. Samkvæmt tölum Samgöngustofu létust 67 manns eða slösuðust á fyrstu átta mánuðum ársins vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári var fjöldinn 35 og allt árið voru það 52.
10 manns létust eða slösuðust alvarlega á fyrstu átta mánuðum ársins vegna fíkniefnaaksturs og hafa aldrei verið fleiri síðan skráning hófst. Þórhildur segir að hér sé um samfélagsverkefni að ræða að vinna gegn þessu.