fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur segir brottreksturinn hafa komið sér á óvart – „Ég gerði ámælisverð mistök sem ég biðst afsökunar á“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 1. desember 2018 15:15

Ólafur Ísleifsson Laun og kostnaður 2018 Laun: 11.011.940 Álag á þingfarakaup (þingflokksformaður): 1.651.790 Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 300.000 Endurgreiddur- og fastur starfskostnaður: 400.000 Ferðakostnaður innanlands: 44.080 Ferðakostnaður utanlands: 963.446 Síma- og netkostnaður: 229.480 Samtals: 14.600.736 - Hefur stigið 81 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 5,7 klukkustund - Hefur verið fyrsti flutningsmaður þriggja frumvarpa. Að eftirstöðvar fasteignalána falli niður í kjölfar nauðungarsölu, að Framkvæmdasjóði aldraðra sé tryggt fé til bygginga og að verðtryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði verði breytt þannig að áhrif á breytinga á óbeinum sköttum og verði á húsnæði verði fellt út úr vísitöluútreikningunum sem liggur til grundvallar. - Hefur lagt fram fjórtán fyrirspurnir til ráðherra - Af 193 atkvæðagreiðslum hefur Ólafur 89 sinnum sagt já, 18 sinnum nei en 79 sinnum setið hjá. Þá hefur hann verið fjarverandi sjö sinnum. - Situr í Fjárlaganefnd. Af 25 fundum hefur Ólafur mætt 22 sinnum, sem er 88% mæting. tvisvar sinnum hefur hann kallað til varamann og einu sinni verið fjarverandi vegna þingstarfa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, brottrekinn þingmaður Flokks fólksins, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla á barnum Klaustur á dögunum.  Hann segir brottrekstur þeirra Karls Gauta Hjaltasonar úr flokknum hafa komið sér á óvart en hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Hann fullyrðir að hann muni halda áfram baráttu fyrir þeim málefnum sem hann lofaði kjósendum í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra.

Hér er yfirlýsing Ólafs í heild sinni.

„Ákvörðun stjórnar Flokks fólksins um að reka okkur Karl Gauta Hjaltason alþingismann úr flokknum kemur á óvart. Ég geri ekki lítið úr þeim mistökum mínum að sitja þegjandi undir þeim ljótu orðum sem féllu þetta kvöld á veitingahúsi. Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns.

Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi. Þetta hefði ég átt að sjá fyrr og fara fyrr. Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.

Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið verið sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar.

Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð. Með þátttöku minni í þessu samsæti gerði ég ámælisverð mistök sem ég biðst afsökunar á. Ákvörðunin um brottrekstur er hins vegar stjórnarinnar og mér er til efs að þar hafi framtíðarhagsmunir flokksins verið hafðir að leiðarljósi. Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.

Í störfum mínum sem óháður þingmaður utan flokka mun ég halda áfram baráttu fyrir þeim málefnum og áherslum sem ég lofaði kjósendum í aðdraganda alþingiskosninganna 2017.

Ólafur Ísleifsson, alþingismaður.“

Sjá einnig: Karl Gauti sendir frá sér yfirlýsingu og segist harma ummæli sín um Ingu Sæland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar