fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Ólafur og Karl nenntu ekki að ræða leyniupptökuna við flokkinn – Fannst málið ómerkilegt og vildu drífa sig í þingveisluna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir mættu hvorugur á fundinn á föstudeginum, töldu þeir sig ekki geta mætt vegna þess að þeir væru á leið í þingveisluna á Bessastaði. Þeim virtist finnast það mikilvægara en að skýra sín mál. Ég upplifði þetta að minnsta kosti þannig og mér finnst öll þeirra framkoma alveg stórfurðuleg,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í viðtali við DV.

Stjórn Flokks fólksins ákvað á fundi á föstudag að víkja þingmönnunum Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni út flokknum vegna framgöngu þeirra í drykkjusamsæti sex þingmanna á barnum Klaustur sem afhjúpuð hefur verið í leyniupptökum sem DV barst og fjölmiðillinn hefur greint ítarlega frá. Tvímenningarnir mættu ekki á þann fund en þeir mættu á fund sem stjórnin boðaði til á fimmtudag þar sem þeir voru beðnir um að skýra sín mál. Þar telur Guðmundur Ingi þá hafa sýnt áhugaleysi og jafnvel hroka – en litla iðrun.

Guðmundur segir afar blóðugt og sorglegt að þingflokkur Flokks fólksins veikist sem nemur tveimur þingmönnum af fjórum við brotthvarf þeirra tveggja úr flokknum, en þeir hafa neitað að segja af sér þingmennsku. Ef þeir hyrfu af þingi myndu þingsæti þeirra hins vegar falla í skaut varaþingmanna þeirra úr flokknum.

„En það kom ekkert annað til greina. Það hvernig þeir töluðu gegn formanni flokksins og komu henni síðan aldrei til varnar þegar viðmælendur þeirra svívirtu hana veldur því að það kemur ekkert annað til greina en að víkja þeim úr flokknum. Það síðan hvernig þeir sitja undir ótrúlegum svívirðingum um konur, fatlaða og samkynhneigða án þess að koma þessum hópi nokkurn tíma til varnar, það er að mínu mati óverjandi. Ég hef síðan komist að því að í lok upptökunnar þegar fólk er að kveðja þá þakka þeir fyrir gott kvöld og frábærar sögur! Það tekur af öll tvímæli um ábyrgð þeirra á þessu.“

Guðmundur segir að það framferði eitt og sér að fara á barinn á meðan þingfundi stóð sé furðulegt:

„Það stóð yfir þingfundur og fjárlögin voru í umræðu. Að þingmönnum skuli detta í hug að fara á næsta bar og sitja þar á sumbli á meðan finnst mér alveg stórfurðulegt.“

„Þeirra er skömmin, þeir einir bera ábyrgðina“

Guðmundur segist hafa orðið gapandi hissa yfir fréttum upp úr leyniupptökunum: „Ég verð ekki oft kjaftstopp en þarna gerðist það. Ég átti mjög erfitt með að trúa þessu.“

„Mér finnst ótrúlegt og sorglegt að í nútímaþjóðfélagi, eftir alla þessa umræðu sem hefur verið í gangi, #meetoo og fleira þess háttar, að þá skulum við samt vera á þessu steinaldarstigi. En við skulum átta okkur á því að það eru þessir menn sem segja þetta, þeir einir tóku þátt í þessu, þeir verða að bera ábyrgð á þessu og ekki aðrir. Svo kemur bara hroki frá þeim eftir að þetta er afhjúpað.“

Guðmundur segir að málið sé mikið áfall fyrir Flokk fólksins en nú sér verið að átta sig á stöðunni og vinna úr henni: „Við erum í ákveðnu tómarúmi að reyna að púsla þessu öllu saman og átta okkur á því hvað þarf að gera. Þetta skýrist eitthvað á mánudag en þá er næsti fundur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“