Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að útilokað sé að segja til um hvert þessara eldfjalla gýs næst.
Haft er eftir honum að það sem er að gerast í fyrrgreindum eldfjöllum sé langtímaforboði. Fjöllin séu að undirbúa gos og ef þessi þróun haldi áfram muni þau gjósa í fyrirsjáanlegri framtíð en þau geta einnig hætt við að gjósa að sögn Páls.
Haft er eftir Páli að hann telji að Grímsvötn séu komin á seinni hluta undirbúningsskeiðsins fyrir næsta gos og að Hekla sé komin fram yfir.