fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Skrif Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga á Facebook um Klaustursmálið fá harða útreið hjá lesendum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 06:55

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum hvað er mál málanna þessar klukkustundirnar eftir að DV og Stundin hófu að birta upptökur sem voru gerðar á Klausturbarnum af samtölum sex þingmanna. Viðbrögðin hafa verið misjöfn og ljóst er að málinu er hvergi nærri lokið. Eins og gerist á tímum samfélagsmiðla gripu tveir sexmenninganna, þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi, til þess ráðs að tjá sig um málið á Facebook. Óhætt er að segja að lesendur skrifa þeirra hafi ekki tekið þeim vel og fá þeir harða útreið í athugasemdakerfi samfélagsmiðilsins.

Á miðvikudagskvöldið birti Sigmundur Davíð eftirfarandi skrif á Facebooksíðu sinni:

„Í kvöld birtust ótrúlegar fréttir sem sagðar eru unnar upp úr leynilegri hljóðupptöku af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins.

Þær ægir öllu saman. Í sumu af því sem hefur birst er viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og pólitískt plott. Samtal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifsson um að hann yrði þingflokksformaður Miðflokksins var unnið upp úr samræðum milli annarra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var farinn.

Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði.

Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórnmálasögu og aðeins einu dæmi frá Bretlandi. Það var þegar útsendarar blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru Íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt.”

Þeir sem tjá sig í athugasemdakerfinu eru flestir ósáttir við að Sigmundur reyni að snúa málinu við og færa það yfir í umræðu um hvert samfélagið stefni ef leynilegar upptökur séu eitthvað sem búast megi við. Þá heldur hann því fram að viljandi og óviljandi sé ranghermt hvað var rætt þetta kvöld og þarna hafi einfaldlega verið nokkrir þingmenn að grínast. Nokkrir koma honum til varnar en það er mikill minnihluti.

En lítum á nokkur ummæli við þessa færslu Sigmundar.

Einn segir: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“

Annar segir: „Já þetta samtal er bara fólkinu að kenna sem tók það upp! Hví stoppaðir þú ekki þína þingmenn í að tala svona um annað fólk? Þögn sama og samþykki? Eru svona samræður um annað fólk hinn eðlilegasti hlutur hjá þingmönnum miðflokksins? Verða Gunnar Bragi og hinn dóninn sem ég man ekki hvað heitir, kannski Bergþór látnir sæta ábyrgð? Verður Inga og Friðrik Ómar beðin afsökunar af þingflokki miðflokksins? Held það væri nær að svara þessum spurningum frekar en að bölsóta þeim sem böstuðu ykkur!“

Þriðji segir: „„Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna.“ Þú ert að grínast er það ekki?“

Fjórði segir: „Ummæli þín fóru fyrir brjóstið á mér og mörgum öðrum. Ég skil að við erum öll mennsk en þú hlýtur að sjá hversu ljóstt þetta er og rangt. Ég veit að þið eruð örugglega bíða eftir því að þetta gleymist eins og margt annað sem við látum ganga yfir okkur. En mér þætti ótrúlega vænt um að þú myndir segja af þér.“

Fimmti segir: „Frábært takk fyrir þetta Sigmundur Davíð nú losnum við vonandi við þig og fleiri félaga þína.“

Í gær birti Gunnar Bragi síðan eftirfarandi á Facebooksíðu sinni:

„Afsakið.

Í siðustu viku fóru nokkrir vinir út að skemmta sér og hefðu att að fara fyrr heim og haga sér betur. Fjölmiðlar hafa verið að fjalla um upptöku af samtölum sem féllu þetta kvöld og nótt Ljóst er að ýmislegt miður fallegt og ósatt var sagt í ölæðinu sem biðjast þarf afsökunar á. Ég hef náð í nokkra þeirra sem ég tala um og beðið þá afsökunar á ummælum sem þeir eiga ekki skilið. þeim sem ég hef ekki náð á og ykkur kæru vinir bið ég afsökunar á hegðuninni.

Við þurfum hins vegar að taka umræðu um það hvort þetta sé sú þróun sem við viljum að upptökur af samtölum fólks, hvort sem það er drukkið eða ekki, séu eðlilegar hvort sem við erum alþingismenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn eða bara hjón að skemmta sér.“

Hann fetar í fótspor Sigmundar og reynir að snúa umræðunni yfir í hvort eðlilegt sé að taka samtöl upp en það fellur einnig í grýttan jarðveg þeirra sem tjá sig um málið á Facebooksíðu hans. Eins og hjá Sigmundi eru nokkrir sem koma Gunnari til varnar en meirihlutinn er þó ekki á hans bandi í þessu máli.

Einn segir: „Ég bið þig bara afar kurteisislega að segja af þér sem fyrst. Þú stendur ekki undir því að sitja á Alþingi. Alþingismenn tala um það á hátíðlegum stundum að það þurfi að endurvinna traust þjóðarinnar. Ég get lofað þér því að þetta er ekki aðferðin til þess. Skrýtið að þú virðist ekki átta þig á því.”

Annar segir: „Að þú skulir tala svona um konur homma og fatlaða er til skammar þú ert rekin ég borga ekki lengur þin laun , að halda að þið komist upp með þetta er rugl segðu af þér strax . . . .“

Þriðji segir: „Gunnar bragi, áfengi afsakar ekkert. Þú ert líklegri til að gera það sem þú gerir vanalega ekki undir áhrifum. Þú átt að segja af þér og axla ábyrgð! Þetta er ekki flókið, en í staðin viltu halda áfram til að fá að græða meira. Stundumaef maður blauta tusku í andlitið og þetta var þín blauta tuska.. Taktu við henni og komdu þér af þingi. Þú ert þjóð og landi til skammar.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“