Seint í samtalinu heyrist Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, fara mikinn um stjórnmálaþróun í landinu. Fá þar fyrrverandi foringjar Framsóknarflokksins að kenna á því, sem og rithöfundurinn Þráinn Bertelsson. Gunnar talar mjög hátt og augljóslega heitt í hamsi.
Gunnar Bragi:
„Þú nærð aldrei áhrifum ef þú hefur ekki forystu. Það sem gerðist árið 2009, og þessi kall hérna er ógeðslega flottur, það sem gerðist 2009 var að allt í einu var Framsóknarflokkurinn kominn með forystu. Við höfðum ekki forystu í Jóni Sigurðssyni. Við höfðum ekki forystu í Guðna Ágústssyni. Við höfðum forystu um tíma í Halldóri Ásgrímssyni. Þangað til að Halldór var allt í einu [..] fyrir okkur. Hann réð Björn Inga. Þeir voru æskuvinir. […] Ég hugsaði: What the fuck, hvar erum við stödd? Þá var Halldór […] nýbúinn að gera Þráinn Bertelsson, Þráinn Bertelsson að áskrifanda að listamannalaunum eða hvað þetta heitir niðri á Alþingi. Maðurinn hafði engan kontakt við lífið.“
Sigmundur Davíð bætir við:
„Þetta var Reykjavíkurflokkur.“
Gunnar Bragi segir þá:
„Á þinginu er gamla system-ið, og ég meina það, gamla system-ið sem virkar best í að halda röð og reglu á hlutunum. […] Það var það sem við gerðum. Að hafa reglu á hlutunum. Það er fullt af fólki þarna úti, Píratar, Alþýðusambandið, Kirkjan sem eru að eyðileggja þessa reglu sem hafa alltaf verið í lagi. Helvítis motherfokking…“