fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Leyniupptökur: Hlustaðu á þegar Ólafi var boðið að skipta um flokk – Sigmundur hermdi eftir Schwarzenegger

Hjálmar Friðriksson, Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í fyrradag þá var Ólafi Ísleifssyni þingmanni Flokks fólksins boðið að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður á alræmdum fundi á barnum Klaustur. Það var í því samhengi sem Inga Sæland var kölluð „húrrandi klikkuð kunta“.

Það er ef til vill lýsandi að rétt áður en þau orðaskipti eiga sér stað þá vitna þingmennirnir í leikarann og kraftajötuninn Arnold Schwarzenegger. „Ekki vera stelpustrákur,“ segir Bergþór Ólason meðan Sigmundur vitnar í kvikmyndina Sannar lygar, True Lies. Þeir hafa verið sakaðir um grófa kvenfyrirlitningu á fundinum. Hér fyrir neðan má hlusta á upptökuna.

Sigmundur: Svo ég vitni í Arnold Schwarzenegger úr True Lies… „WHAT A TEAM!“

Bergþór: Nú ætla ég bara að segja eitt. Þú manst hvað Schwarzenegger segir? Óli?

-I’ll be back?

– Talk to the hand?

Bergþór: „Don‘t be a girly man!“

„Don‘t be an economic girly man,“ sagði hann líka.

Bergþór: Mig langar alveg óskaplega mikið til þess að vinna nánar með ykkur en við erum búnir að vinna, sem hefur verið mjög gott.

Ég held að staða ykkar tveggja verði miklu mun traustari innan Miðflokksins heldur en hún verður innan Flokks fólksins.

Ég er bara að biðja ykkur um að hugsa um þetta, því í mínum huga er  eiginlega alveg öruggt að þið verðið áfram þingmenn fyrir Flokk fólksins í næstu kosningum.

En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við.

Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég myndi ekki ráða við hana, Sigmundur myndi ekki. Hún er fokking crazy. Komið til okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“