fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Frosti og Máni tættu Gunnar Braga og Bergþór í sig – Kölluðu Bergþór „undirmálsmann“ og Gunnar Braga „burstaklipptan fábjána“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fóru mikinn í umfjöllun sinni um Klaustursmálið núna í morgunsárið. Þeir fóru ítarlega yfir viðtal DV við uppljóstrarann Marvin sem blöskraði orðfæri þingmannanna á barnum og hóf að taka samtal þeirra upp. Afleiðingarnar þekkja allir en samfélagið hefur logað eftir að fréttir hófu að birtast úr upptökunum.

Félagarnir létu sérstaklega þung orð falla um þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem létu, að þeirra mati, ógeðfelldustu ummælin falla á upptökunum.

„Þessir menn eru að reyna að halda því fram að í eina skiptið sem þeir tala eins og fábjánar um konur, fatlaða, homma og aðra minnihlutahópa þá hafi akkúrat upptaka verið í gangi á staðnum,“ sagði Frosti og bætti síðar við: „Ég held að langflestir geti horft á sjálfan sig í spegill og sagt, ég tala ekki svona. Þetta er náttúrulega fáránlegur talsmáti og gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.“

„Þessi Bergþór þarna Ólason, hvaða djöfulsins gimp er þessi maður. Sorrý, hvaða gimp er þetta,“ segir Máni hneykslaður. „Þetta er einhver algjör undirmálsmaður sem hefur sópast þarna inn á þing með fylgi Ingu Sælands, nei með Miðflokknum fyrirgefðu, fylgi Sigmunds Davíðs svona eins og Gunnar Bragi á sínum tíma. Þú manst að þegar Framsóknarflokkurinn var eins og rotið hræ og enginn vildi koma nálægt með priki eftir ríkisstjórnatíð með Sjálfstæðisflokki og svo framvegis. Þá fer Sigmundur Davíð um allt land og sópar inn allskonar rusli inn á listann og síðan unnu þeir óvæntan sigur og þá er allt í einu kominn pulsusali úr Olís-sjoppunni í Skagafirði inná þing, burstaklipptur fábjáni, sem endaði síðan sem utanríkisráðherra. Hann hefur ekkert þarna inn að gera, ekki neitt,“ segir þá Frosti.

Þá gera þeir að umtalsefni sínu orð Bergþórs Ólasonar um að „það hefði engin gugga teygt hann meira á asnaeyrunum en hún sem ég hef ekki fengið að ríða“. Voru orðin látin falla um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, og fannst þeim félögum lítið til þeirra koma. „Karlmaður  sem talar svona er bara hálfviti,“ segir Máni reiður. „Hann er bara fáviti,“ tekur Frosti undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu