Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að í bréfi sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto sendi á skuldabréfaeigendur WOW air í gær hafi komið fram að viðræður stæðu yfir við „aðila í fluggeiranum“. Pareto hafði yfirumsjón með skuldabréfaútboði WOW air síðastliðið haust.
Indigo Partners á meðal annars stóran hlut í lággjaldaflugfélaginu Wizz Air.
Staða WOW air hefur haft mikil áhrif víða í samfélaginu og í gær var 237 starfsmönum Airport Associates ehf sagt upp störfum en fyrirtækið sér um að þjónusta vélar WOW air á Keflavíkurflugvelli. Um varúðarráðstöfun er að ræða sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Fréttablaðið. WOW air stendur undir um helmingi af starfsemi Airport Associates.