fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Aðkoma Indigo að WOW air kom í veg fyrir afturköllun flugrekstrarleyfis WOW air

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 08:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í tilkynningu frá WOW air í gærkvöldi hafa félagið og fjárfestingarfélagið Indigo Partners náð samkomulagi um fjárfestingu hins síðar nefnda í WOW air. Drög að kaupsamningi hafa verið undirrituð á milli félaganna. Á grundvelli þess samnings ákváðu flugmálayfirvöld að ekki væri tilefni til að afturkalla flugrekstrarleyfi WOW air að svo stöddu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að í bréfi sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto sendi á skuldabréfaeigendur WOW  air í gær hafi komið fram að viðræður stæðu yfir við „aðila í fluggeiranum“. Pareto hafði yfirumsjón með skuldabréfaútboði WOW air síðastliðið haust.

Indigo Partners á meðal annars stóran hlut í lággjaldaflugfélaginu Wizz Air.

Staða WOW air hefur haft mikil áhrif víða í samfélaginu og í gær var 237 starfsmönum Airport Associates ehf sagt upp störfum en fyrirtækið sér um að þjónusta vélar WOW air á Keflavíkurflugvelli. Um varúðarráðstöfun er að ræða sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Fréttablaðið. WOW air stendur undir um helmingi af starfsemi Airport Associates.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“