fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Þingmenn krefjast að forsætisnefnd fjalli um ummælin úr leyniupptökunum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 13:07

The six MP's. From left, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason and Bergþór Ólason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn bæði stjórnarandstöðuflokka og stjórnarflokka hafa óskað þess að forsætisnefnd fjalli um mál þingmannanna Miðflokksins og Flokk fólksins vegna ummæla sem þeir létu falla um fjölmarga einstaklinga, meðal annars um aðra þingmenn. Mbl.is greindi fyrst frá.

DV hefur fjallað ítarlega um leyniupptökurnar þar sem þingmennirnir Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Kjartansson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu á vínveitingastað að ræða ýmis mál, meðal annars hvernig Gunnar Bragi skipaði Geir Haarde sem sendiherra í Washington.

Í erindinu er sagt:

„Við und­ir­rituð ósk­um eft­ir því að for­sæt­is­nefnd taki upp mál er varðar niðrandi um­mæli og hátt­semi þing­manna­hóps sem fjöl­miðlar hafa verið að fjalla um síðastliðinn sól­ar­hring. Þess er óskað að for­sæt­is­nefnd vísi þessu er­indi til siðanefnd­ar þar sem um­mæl­in og hátt­sem­in stang­ast á við 5. og 7. regl­ur siðareglna þing­manna og óski eft­ir að siðanefnd fjalli um málið og skili for­sæt­is­nefnd niður­stöðum hið fyrsta. Það þarf ekki að tí­unda ástæðu er­ind­is okk­ar frek­ar.“

Skrifuðu níu þingmenn undir erindið úr Samfylkingu, VG, Viðreisn og Pírötum.

Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður VG.

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG.

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri