fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Menntamálaráðherra kölluð tík á Klaustursfundinum: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og fyrrum flokksystur sína tík á fundinum alræmda á Klaustri. Klámkjafturinn var alls ráðandi í tali Gunnars, Sigmundar Davíðs og Bergþórs Ólassonar þegar talið barst að Lilju og klúryrði, bæði á íslensku og ensku látin falla. „Fuck that bitch“ og „Þú getur riðið henni“ heyrast greinilega.

„Hjólum í helvítis tíkina“

DV og Stundin hafa fjallað ítarlega um hvað fór fram milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þetta umrædda kvöld, þann 20. nóvember. Þar ræddu þingmennirnir meðal annars á mjög niðrandi hátt um aðra þingmenn og kvenfyrirlitning var áberandi í talsmáta þeirra.

Á fundinum ræddu þingmennirnir um val Lilju á aðstoðarmanni.

Gunnar Bragi sagði að „þessi fræðimaður úr Fjölbraut í Ármúla“ hefði verið valinn aðstoðarmaður. Átti hann þá við Jón Pétur Zimsen en hann starfaði hins vegar ekki hjá þeim skóla heldur var skólastjóri í Réttarholtsskóla. Segir Gunnar að það hafi verið liður í að styrkja stöðu Lilju í borginni og gerir lítið úr honum sem „sérfræðingi.“

Harmaði Gunnar samskipti sín við Lilju og varð augljóslega æstur. Hann hrópaði: „Henni er fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið! Af hverju erum við að hlífa henni!? Ég er að verða brjálaður!! Af hverju erum við að hlífa henni?“

Sigmundur Davíð greip þá orðið og sagði: „Ég get sjálfum mér um kennt.“

„Ég get það líka“ hrópaði Gunnar á móti.

„Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur“ sagði Sigmundur þá.

Sigmundur og Gunnar eru væntanlega að vísa í það þegar Lilja kom inn í ríkisstjórnina. Það var árið 2016 eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér vegna Panama-skjalanna.

„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða“ sagði Bergþór Ólason flokksbróðir þeirra þá. „Ég er nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til“ segir hann og hlær.

„Bergþór Ólason, þetta er alveg rétt hjá þér“ sagði Sigmundur þá. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Bergþór sagði þá: „Ég var þarna ískaldur og hugsaði: Who the fuck is that bitch?“

Færðist þá mikill gáski og klúrleiki í umræðuna og hlógu þeir mikið. „Fuck that bitch“ og „Þú getur riðið henni“ heyrast greinilega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“