fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leyniupptaka: Þingmenn hraunuðu yfir Pál Magnússon – Letingi sem verður fljótt atvinnulaus

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins fóru ófögrum orðum um Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Sögðu þau ljóst að Páll yrði atvinnulaus eftir næstu kosningar. Þau sögðu hann hundlatan en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði þó rödd hans og að kosningarbarátta Páls hefði verið unnin af fagmennsku. Hann tók þó fram að slíkt myndi þó ekki bjarga honum í næstu kosningum.

Þetta kemur fram á upptökum sem DV hefur undir höndum. Upptökurnar voru teknar upp án vitundar þingmanna þegar þeir ræddu saman á barnum á hótel Kvosin við Kirkjutorg. Þá var staðan Suðurkjördæmi rædd og miklum tíma varið í vangaveltur um hvað myndi gerast í næstu kosningum.

Umræður um Pál Magnússon hófust þegar þingmenn fóru yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og veltu fyrir sér hverjir myndu raðast í efstu sæti flokksins í því kjördæmi. Þingmennirnir töldu nokkuð ljóst að Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, myndi taka fyrsta sætið meðan Ásmundur Friðriksson tæki annað sætið.

Vilhjálmi Árnasyni var lýst sem manni sem engum líkaði illa við en á sama tíma væri hann ekki í uppáhaldi margra. Honum var lýst sem manni sem væri settur í verkefni svo sem leggja sífellt fram frumvarp um að leyfa áfengi í búðir. Litu þeir svo á að það væri ekki eftirsóknarvert verkefni fyrir þingmann sem ætlaði sér frama innan flokksins og kjördæmisins. Þá sögðu þau að ef hann myndi ofmetnast og sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti yrði það til þess að hann myndi falla neðar á lista. Ef hann sætti sig við þriðja sæti, þá yrði það líklega hans.

Svo fóru þingmenn að hrauna yfir Páll Magnússon. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins,  byrjaði en hún og Bergþór höfðu sig mest frammi á þessum tímapunkti. Sigmundur tjáði sig um bakgrunn Páls úr fjölmiðlum.  Nefndi  Sigmundur að hann sjálfur væri með bakgrunn í sjónvarpi en hann stýrði meðal annars Kastljósi um tíma, þá væri það hans reynsla að stjórnmálamenn með þannig bakgrunn ættu erfitt uppdráttar. Nefndi hann í því samhengi Elínu Hirst, Sigmund Erni og taldi Pál Magnússon vera í þeim hópi. Sagði Sigmundur sjálfur að hann væri undantekning á reglunni en hrósaði honum eins og áður segir fyrir fagmennsku í kosningabaráttu. Þá sagði Anna Kolbrún:

„Ég er stundum að hitta konu sem heitir […], sem er fyrrverandi starfsmaður Háskólans á Akureyri.[ …] Alltaf þegar ég hitti hana, sem er stundum, þá spyr hún mig hvort Páll Magnússon sé alltaf jafn latur og hann var.“

Bergþór Ólason: „Rétta svarið við því er: Já.“

Anna Kolbrún: „[óskýrt] … Hann er svona letingi. Hann er ekkert rosalega með á nótunum í allsherjar- og menntamálanefnd“

Bergþór: „Er hann ekki formaður nefndarinnar?“

Anna Kolbrún: „Jú. Hann tekur sér stundum tak. Um daginn var hann rosalega upptekinn af því að öryrkjum væri að fjölga og af því ég sit við hliðin á honum, ég er yfirleitt betur upplýst en hann, þá sendi ég honum frétt þess efnis að öryrkjum sé ekki að fjölga. Hins vegar var gert að klára upp afgreiðslur og beiðnum þeirra sem vilja komast á biðlista. Það gerði það að verkum árin 2016 og 2017 fjölgaði örykjum af því að það var verið að laga til í kerfinu. Þeim fækkaði 2018 og þeim mun fækka 2019. Ég sendi honum þessa frétt og sagði honum „ég vill ekki tala niður það sem þú varst að segja í sjónvarpinu en þetta er sem sagt svona“. Hann tók ekki illa í þetta en hann er pínu populisti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“