fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hærri hiti og súrnun sjávar ógna þorskstofninum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 06:21

Það er ekki ódýrt að kaupa sér fisk í matinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða því að hitastig sjávar hækkar og sjórinn súrnar í Norður-Atlantshafi verður þorskstofninn á hafsvæðinu fyrir miklu áhrifum. Hrygningarsvæði þorsksins mun færast norður fyrir heimskautabaug og færri seiði munu þroskast. Þetta er niðurstaða nýrrar norskrar rannsóknar á áhrifum loftslagsbreytinga á líf þorsksins í Norður-Atlantshafi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Science Advanced.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram til þessa hafa vísindamenn aðallega beint sjónum sínum að hækkandi sjávarhita en gefið súrnun hans minni gaum og ekki talið hana hafa mikil áhrif á fiska. Fréttablaðið hefur eftir Hreiðari Þór Valtýssyni, lektor í sjávarlíffræði við Háskólann á Akureyri, að súrnunin hafi neikvæð áhrif á þorskinn, það sem menn hafi áður talið öruggt og allt í lagi sé það ekki.

Rannsóknin sýnir að hrygningarsvæði þorsksins fari minnkandi og færist sífellt norður á bóginn. Súrnunin veldur því að færri seiði ná að þroskast og það hefur í för með sér fækkun í stofninum. Haft er eftir Hreiðari að þetta þurfi þó ekki að eiga við Ísland.

„Þetta er svolítið flókið samband, það sem við myndum sjá fyrst í þessu er að þorskurinn myndi hrygna mun meira norðan við Ísland í kaldari sjó. Það væri fyrsta stigið, og að minnka hrygningu fyrir sunnan land. Sjórinn fyrir sunnan myndi þá vera að nálgast þetta krítíska hitastig fyrir hrygningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá