fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Gunnar Bragi neitar að segja af sér: „Ég hef ekkert brotið af mér“ – Hefði átt að sleppa síðustu drykkjunum

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eins með okkur og aðra sem verður á, við þurfum að biðjast afsökunar og leita sáttar við það fólk sem við höfum komið illa fram við. Það er náttúrulega bara verkefni en ég held að fólk muni skilja það að við fórum yfir strikið og við eigum að skammast okkar.“

Svo mælir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, í samtali við Kastljósið í kvöld í tengslum við Klaustursupptökurnar sem hafa farið eins og eldur um sinu á undanförnum sólarhring. Gunnar segir það hafa verið afskaplega leiðinlegt hvaða orð voru notuð um þá einstaklinga sem nefndir voru. Á upptökunum heyrist meðal annars þegar Gunnar Bragi lætur óviðurkvæmileg ummæli falla um tónlistarmanninn Friðrik Ómar. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði hann og vísaði í það þegar Geir H. Haarde var skipaður sendiherra í Washington.

Gunnar Bragi harmar ummælin og segir enga afsökun vera fyrir þessu aðra en þá að hann hafi verið í undarlegu hugarástandi. „Á því ber maður sjálfur ábyrgð,“ bætir hann við. „Í kringum mig eru skólabræður og systur sem eru samkynhneigð og frábær kona sem ég þekki sem hefur skipt um kyn. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki.“

Sjá einnig: Gunnar Bragi í ölæði: Sendi Friðriki Ómari afsökunarbeiðni á Facebook – „Langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar“

Að sögn Gunnars voru ummælin sem féllu í garð Freyju Haralsdóttur einnig óafsakanleg. Þegar hann var spurður að því hversu marga minnihlutahópa og samstarfsmenn þurfi að drulla yfir til þess að þurfa að axla pólitíska ábyrgð og jafnvel stíga frá embætti, segir Gunnar að það sé enginn mælikvarði þar.

„Þetta var ekki góð staða sem við lentum í þarna, því miður,“ segir hann. „Ég er algjörlega heiðarlegur í þessu. Auðvitað er það þannig að þegar maður hagar sér svona, þá fær maður mikið samviskubit og eftirsjá.“

Sjá einnig: Hlustaðu á þingmenn gera grín að Freyju Haralds – Hermdi eftir sel

Gunnar segist hafa sent afsökunarbeiðni á Friðrik Ómar, Loga Einarsson, Bjarna Benediktsson, Oddnýju Harðardóttur, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, en segist eiga eftir að tala við fleiri.

Missir tengsl við raunveruleikann

„Hvað var að ykkur?“ spurði fréttamaður.

„Þetta er náttúrulega mjög góð spurning,“ svaraði Gunnar. „Hvað var að okkur? Þetta er ekki þannig að við erum að tala svona eða láta svona allan daginn, að við séum að hugsa þessa hluti eins og maður orðaði þá þarna. Við vorum á bar og sum okkar hefðu átt að sleppa síðustu drykkjunum, það er alveg ljóst, og fyrir vikið missir maður tengslin við raunveruleikann. Það er einfaldlega þannig.““

Þegar fréttamaður spurði hann hver pólitísk inneign hans væri eftir þessa atburðarás sagði Gunnar að hún væri löskuð en hann ætli ekki að segja af sér. „Ég hef ekkert brotið af mér. Ég hagaði mér asnalega og ég er ekki fyrsti þingmaðurinn til að gera það.“

Fyrirgefningin yfirleitt sterkust

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump er nefndur í samhengi þeirra niðrandi upptaka sem náðust af honum og fleygu orðunum „Grab them by the pussy.“ Þá er Gunnar spurður hvort að stjórnmálamenn eigi ekki að sæta slíku aðhaldi þegar stjórnmálamenn segja eitthvað forkastanlegt sem þeir sjálfir síðan viðurkenna. Gunnar segir að honum þykir skrítið þegar notast er við upptökur sem hafa náðst ólöglega.

„Það er minn skilningur að það sé ólöglegt að taka þetta upp,“ segir Gunnar. „Það er hins vegar alvarlegt mál þegar við eða einhver annar getur ekki setið á veitingahúsi eða kaffihúsi og átt samtal við hvern sem er án þess að það sé tekið upp. Það er ekki samfélag sem við viljum búa í, burtséð frá þessu máli.“

Þá er nefnt við Gunnar að ekki ríki mikið traust á milli Miðflokksins og Samfylkingarinnar ásamt Flokki fólksins. Gunnar segir hins vegar að það sé í höndum samstarfsfélaga sinna að ákveða hvort ummæli þingmannanna sex hafi áhrif til lengdar. „Við verðum að geta tekið málefnin út fyrir þetta og reynt að vinna saman að því og mögulega getum við það, þó svo að þau treysti okkur ekki persónulega. Það eru einhverjir dagar þangað til við komumst í gegnum þetta,“ segir Gunnar.

„Við höfum séð það áður hjá þessu þingi að menn hafa fyrirgefið ýmislegt. Fyrirgefningin er yfirleitt sterkust, en ég veit það ekki. Þetta verður að hafa sinn gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“