fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Spá allt að 50-60 metrum á sekúndu – Svona verður veðrið í þínum landshluta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 07:41

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið og tekur hún gildi um hádegi á hluta landsins. Reikna má með að samgöngur muni raskast víða. Á höfuðborgarsvæðinu verður vindurinn mestur á Kjalarnesi og efri byggðum en vindhviður geta náð allt að 35 m/s. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu eða hríð norðan- og austanlands frá seinni parti dagsins í dag og fram á föstudag.

„Spáð er norðaustanhvassviðri eða -stormi með snjókomu eða hríðarveðri norðan- og austanlands frá því síðdegis til föstudags og því eru ferðamenn hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum.“

Segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Hér fyrir neðan er síðan veðurspáin fyrir landshlutana.

Á Suðurlandi verða norðan 18-23 m/ undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal með vindhviðum allt að 45 m/s. Varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Við Faxaflóa gengur í norðaustan 15-23 m/s, hvassast á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall þar sem vindhviður geta náð 45 m/s. Varasamt ökutækjum, sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Við Breiðafjörð er spáð norðaustan 15-23 m/s með vindhviðum að 35 m/s norðan til. Varasamt ferðaveður.

Á Vestfjörðum gengur í norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Færð mun spillast smám saman og skyggni fer minnkandi þegar líður á daginn. Líkur á samgöngutruflunum.

Á Ströndum og Norðurlandi-Vestra gengur í norðaustan 13-23 m/s með snjókomu og skafrenningi, hvassast og úrkomumest á Ströndum. Færð mun spillast smám saman og skyggni fer minnkandi þegar líður á daginn. Líkur á samgöngutruflunum.

Á Norðurlandi-Eystra er spáð vaxandi norðaustanátt, 13-20 m/s undir kvöld, með hríðarveðri á fjallvegum og með köflum lítið skyggni. Samgöngutruflanir líklegar.

Á Austurlandi að Glettingi er spáð vaxandi norðaustanátt, 13-20 m/s undir kvöld, með hríðarveðri á fjallvegum og með köflum lítið skyggni. Samgöngutruflanir líklegar.

Á Austfjörðum er spáð norðaustan 13-18 m/s og talsverð snjókoma til fjalla. Samgöngutruflanir líklegar.

Á Suðausturlandi gengur í norðaustan 15-20 m/s, en 18-25 m/s um kvöldið með vindhviðum að 40-50 m/s í Öræfum. Einnig mjög hviðótt í Mýrdal. Vegfarendur fari varlega, einkum ef ökutæki eru viðkvæm fyrir vindum.

Á Miðhálendinu er spáð norðan 23-28 m/s og blindhríð, einkum sunnan jökla. Vinhviður geta staðbundið farið í 50 til 60 m/s.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni