fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Leyniupptaka: Bauð Ólafi að verða þingflokksformaður Miðflokksins – „Ef Gunnar Bragi er til þá erum við on“


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á upptöku sem DV hefur undir höndum má heyra formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, bjóða Ólafi Ísleifssyni þingmanni Flokks fólksins að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður. Á upptökunni má heyra Sigmund Davíð nefna þetta í þrígang. Viðstödd voru Anna Kolbrún og Gunnar Bragi þingmenn Miðflokksins og Bergþór Ólason. Gunnar Bragi segir í samtali við DV að um brandara hafi verið að ræða en á upptökunum heyrist enginn skella upp úr. Þá sögðust Anna Kolbrún og Ólafur alls ekki kannast við að þetta boð hafi verið sett fram.

Þetta er einungis eitt af mörgu sem kemur fram í upptökum sem DV hefur undir höndum. Upptökurnar voru teknar upp án vitundar þingmannanna þegar þeir ræddu saman Kvosin við hliðina á Alþingishúsinu en hét áður Vínbarinn. Þar má heyra þingmenn úr bæði Flokk fólksins og Miðflokknum ræða mjög tæpitungulaust um stjórnmál og stjórnmálamenn.

Lestu einnig: Leyniupptaka:Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“

Á upptökunum eru sagðir hlutir sem ekki eiga erindi við almenning, en DV birtir þær upplýsingar sem miðillinn telur vera fréttnæmar.

Í upptökunni sem DV birtir nú segir Sigmundur Davíð að Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingflokksformaður Miðflokksins, sé „til í þetta“. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og varaformaður þingflokks Miðflokksins, virtist vera nokkuð brugðið við orð Sigmundar.

Hér má lesa það sem fór þeim á milli

Sigmundur Davíð: „Þú verður þingflokksformaður við erum að fara redda þér inn. Ég er ekki að grínast. Ég veit að ég er búinn að drekka töluvert bjór en ég er til í að gera þetta á morgun.“

Ólafur Ísleifsson: „Ég þarf meira af bjór.“

Bergþór Ólason: „Við höfum hins vegar, ég og Sigmundur… [óskýrt]“

Sigmundur Davíð: „Hvað!… Sko Beggi… Ef Gunnar Bragi er til í þetta [ …]. Mér er alvara með það, ef Gunnar Bragi er til þá erum við on.“

Bergþór Ólason: „Sko. Ég hélt að ég væri að draga félaga mína til að tala skynsamlega…“

Sigmundur Davíð: „Welcome to politics Bergþór Ólason.“

Ólafur: „Aðstoðarmenn ráða ævintýralega miklu.“

Sigmundur Davíð: „Tíu fingur upp til guðs, ef Gunnar Bragi er til í þetta þá get ég klárað þetta á morgun.“

Blaðamaður DV náði tali af Gunnari Braga Sveinssyni. Aðspurður hvort Ólafi Ísleifssyni hafi verið boðið yfir í Miðflokkinn og gerast þingflokksformaður ef Gunnar Bragi myndir samþykja það?

„Ertu ekki að grínast í mér. Heldur þú að við séum virkilega að við séum að ræða svona hluti yfir bjór,“ svaraði Gunnar Bragi: „Hvað heldur þú að við höfum oft séum búnir að segja við Brynjar Níelsson og Óla Björn Kárason að koma yfir í Miðflokkinn. Hvaða rugl er þetta?“

Þegar blaðamaður hafði rekið atburðarásina og hvað var sagt við þetta tilefni sagði Gunnar Bragi:

„Já, ég man eftir þessu. Við vorum að grínast með þetta.“

Á ég að túlka þetta sem brandara?

„Auðvitað. Hvað heldur þú að við séum oft búnir að stríða þessum köllum og þeir okkur. Ég get alveg sagt þér það að ef við ætlum að fjölga í Flokki fólksins að við gerum það á einhverjum bar? Þetta er hins vegar prýðileg hugmynd.“

Þetta er sagt í þrígang á stuttum kafla og það hlær enginn. (Á öðrum stað er þetta einnig rætt.)

„Það er líka mikið stuð á okkur. Við erum að fá okkur bjór og erum að tala um allan fjandann. Þetta er ómerkilegt. Þetta eru vinir og vinnufélagar að fá sér bjór.

Ólafur Ísleifsson og Anna Kolbrún sem voru viðstödd könnuðust hvorugt að um þetta hefði verið rætt í Kvosinni. Sagði Ólafur að hann fengi sér drykk með Sigmundi við og við en aðspurður hvort honum hefði verið boðið að verða þingflokksformaður Miðflokksins svaraði hann:

„Nei, hann hefur aldrei gert það. Svona tilboð hefur ekki komið fram enda eru allir ánægður á sínum stað og uppteknir í sínum störfum. Ég hef oft hitt þessa menn og setið með þeim á spjalli. Við borðum stundum saman. Svona tilboð hefur ekki komið fram. Aldrei.“

Á öðrum stað á upptökunni segir Sigmundur Davíð við þingmenn Flokk fólksins: „Þið eruð náttúrulega bandamenn okkar og Gunnar Bragi bætir við: „Þið getið fengið þingflokksformanninn. Hvað viljið þið?“

Í samtali við DV taldi Gunnar Bragi að þetta væri ekki fréttnæmt og lagði áherslu á að um grín væri að ræða. „Maður getur ekki farið út að tala saman án þess að vera tekinn upp. Mér finnst óskaplega skítlegt af þér sem fjölmiðlamanni að ætla að fara nýta þér það fyrir utan að snúa út úr því líka.“

Sögurnar eru mjög mismunandi hjá ykkur. Anna Kolbrún og Ólafur Ísleifsson könnuðust ekkert við að þingmennirnir hefðu rætt þessi mál og önnur en þú kannast við þetta:

„Ó, jesús,“ svaraði Gunnar Bragi og bætti við: „Þú gerir það sem þú vilt með þetta. Þetta er algjör þvæla og mér þykir leitt að þú ætlir að fara snúa þessu upp í svona rugl því að menn verða nú að geta sest niður til að hafa gaman en þetta var mjög skemmtilegt hinsvegar.“

DV hefur undir höndum upptökurnar sem bárust nafnlaust á ritstjórn.

Lestu einnig: Kölluðu Ingu Sæland klikkaða kuntu – „Hún getur grenjað um þetta en getur ekki stjórnað“

Lestu einnig: Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin