Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ríkissaksóknari fer fram á að málinu verði vísað frá Hæstarétti og segir í kröfu sinni að Squier hafi verið ónákvæm og óábyrg sem dómkvaddur matsmaður. Svo virðist sem hún setji mat sitt fram í þeim tilgangi einum að rökstyðja eigin trú um að „shaken baby“ syndrome sé ekki til.
Squier er umdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi fyrir tveimur árum vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún fékk leyfið aftur síðar sama ár en má ekki bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár.
Fyrir Hæstarétti verður einnig lagt fram yfirmat tveggja annarra sérfræðinga sem báðir telja að drengurinn hafi látist af völdum höfuðáverka.