Séra Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, hefur verið fundinn sekur um siðferðisbrot gegn konum af Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Segir hún séra Ólaf ekki lengur njóta óskerts trausts. Í úrskurðinum er Ólafur sagður hafa sleikt kinnar kvenna, haldið þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefið fótanudd án samþykkis.
Séra Ólafur hefur verið í leyfi frá störfum frá því sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun í garð kvenna. Fimm konur kvörtuðu undan Ólafi sem lét hann fara í leyfi vegna málanna. Voru sögur kvennanna allar keimlíkar.