Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 31 þúsund konur hafi leyst út þunglyndislyf á síðasta ári og 17 þúsund karlar samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Mesta aukningin er hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára.
Svefnlyfjanotkun þjóðarinnar er einnig mikil. Það sem af er ári hafa 33 þúsund manns fengið ávísað svefnlyfjum. Langtímanotkun svefnlyfja getur verið skaðleg samkvæmt niðurstöðum rannsókna.