Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að kirkjan hafi um 250 milljónir króna í tekjur umfram það sem hún fær í formi sóknargjalda, styrkja og annarra framlaga frá ríkinu. Rekstrarafgangur kirkunnar var 61 milljón á síðasta ári, hann hefði verið 5 milljónir ef engir opinberir styrkir hefðu komið til.
Það kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna að fara upp á útsýnispallinn en 100 krónur fyrir börn 6 til 16 ára.