fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Veiparar Íslands

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 17. nóvember 2018 17:00

Kilo Stoltur veipari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafrettur, eða veip eins og þær eru kallaðar í daglegu tali, eru orðnar mjög útbreiddar. Fyrst fór að bera á rafrettum í kringum árið 2014 og síðan þá hafa sérstakar rafrettubúðir sprottið upp eins og gorkúlur. Hafa þær í raun fyllt í skarðið sem hinar hefðbundnu sjoppur skildu eftir.

Lækna greinir á um skaðsemi rafretta. Nýlega ályktaði Læknafélag Íslands að stöðva ætti alla sölu rafretta á Íslandi, aðallega vegna vinsældanna hjá unglingum. Í nýbirtum lýðheilsuvísi Landlæknis kom fram að einn af hverjum fimm tíundu bekkingum veipaði að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Hluti af ástæðunni er að rafrettur eru í tísku og eru notaðar til dæmis í tónlistarmyndböndum.

Aðrir, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk, hafa bent á að rafrettur séu skaðlitlar. Sérstaklega miðað við reyktóbak. Rafrettur hafi virkað betur en til dæmis nikótíntyggjó og plástrar til að fá fólk til að hætta að reykja. Hafa sumir tekið svo sterkt til orða að segja að veip bjargi mannslífum.

DV tók saman nokkra af nafntoguðustu veipurum landsins.

 

Kilo

Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Garðar Eyfjörð byrjaði að veipa vegna ömmu sinnar sem var veik af lungnaþembu. Síðan þá hefur hann verið í samstarfi við veipbúðir.

Séra Davíð Þór
Fær sér einnig stundum vindil.

Séra Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór sóknarprestur í Laugarneskirkju og pönkari í Austurvígstöðvunum hefur skipt yfir í rafrettur. Hann fær sér þó vindil endrum og eins.

Helgi Seljan
Stjörnublaðamaðurinn með gufupípuna.

Helgi Seljan

Fréttamaðurinn og grillarinn Helgi Seljan tilkynnti nýlega að hann væri kominn í tímabundið leyfi frá störfum.
Helgi er oft grimmilegur en mun slakari með rafrettu í hönd.

Brynjar Níelsson
Veipar með tóbaksbragði.

Brynjar Níelsson

Þingmaðurinn og fyrrverandi lögmaðurinn Brynjar syndir ekki alltaf með straumnum. Hann hefur barist við nikótíndjöfulinn um nokkurt skeið. Veipar hann vökva með tóbaksbragði nú til dags.

Sigríður Elva
Veipar og borðar mæjónes.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir

Fréttakonan Sigríður Elva á útvarpsstöðinni K100 veipar. Það er ekki eina nautnin sem hún leyfir sér því nýlega var hún í viðtali hjá DV þar sem hún lýsti ást sinni á mæjónesi.

Tómas Lemarquis
Veipar í stórmynd.

Tómas Lemarquis

DV hefur ekki heimildir um hvort leikarinn heimsþekkti veipi að staðaldri. En hann gerir það þó með mjög miklum sannfæringarkrafti í kvikmyndinni Undir halastjörnu sem byggð er á líkfundarmálinu.

Hnetusmjörið
Vindlar og veip.

Herra Hnetusmjör

Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör, hefur verið að stimpla sig inn sem einn allra heitasti rappari landsins. Hann er fyrst og fremst þekktur sem vindlamaður og skartar þeim í myndböndum. Grípur hann þó oft í rafrettuna líka.

Steindi
Spar á veipið sitt.

Steindi Jr.

Grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson er uppáhaldstengdasonur þjóðarinnar. Finnst jafnvel öfum og ömmum það sætt þegar hann segir klúra brandara. Steindi er spar á veipið sitt og segist vera með frunsu þegar fólk vill sníkja af honum.

Logi Már
Gripinn þegar keypti veip.

Logi Már Einarsson

Formaður Samfylkingarinnar var gripinn glóðvolgur við að leggja ólöglega á Akureyri í apríl síðastliðnum. Skrapp hann inn í verslun til að ná sér í smá veip.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú