fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 17. nóvember 2018 15:00

Garðar og Eldibrandur DV 21. nóvember 2008.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu árum birti DV frétt um samband Davíðs Oddssonar við nágrannaköttinn Eldibrand. Kötturinn átti að vera í megrun en Davíð var sífellt að skemma fyrir með því að gauka að honum góðgæti. Eigandinn, Garðar Árni Garðarsson, sem var átta ára þá, greindi DV frá því að Eldibrandur hefði látist nú í sumar. Sjálfur er Garðar gallharður Sjálfstæðismaður og útilokar ekki feril í stjórnmálum.

 

Davíð og Eldibrandur
Ávallt boðið upp á gúmmelaði.

Skemmdi megrunina

„Davíð og Eldibrandur áttu mjög skemmtilegt samband. Eldibrandur var mjög sjálfstæður köttur og leitaði mikið í Davíð. Davíð var líka duglegur að gefa honum að borða“ segir Garðar Árni í samtali við DV.

Fyrir tíu árum birti DV frétt um pattaralega skógarköttinn Eldibrand sem bjó í Skerjafirðinum. Bar fréttin titilinn „Besti vinur Davíðs.“  Garðar Árni og móðir hans, Margrét Birna Garðarsdóttir, voru eigendur þessa glæsilega eðalkattar sem var innfluttur frá Noregi. Fullt nafn kattarins var Aliosha’s Eldibrand Fortransson og var hann ættfaðir margra hreinræktaðra skógarkatta.

Eldibrandur var vinsæll sýningarköttur, vel þekktur í bransanum og með mikla sögu. Kettir hugsa vitaskuld meira um hið ljúfa líf frekar en að halda sér flottum fyrir sýningar. Til að halda Eldibrandi glæsilegum og mögrum var hann settur í heilsuátak. En þá kynntist hann Davíð Oddssyni, hinum mikla kattavini. Eldibrandur fór að venja komur sínar heim til Davíðs sem færði honum dýrindis gúmmelaði og harðfisk. Var það ólíkt meira freistandi en heilsufæðið sem boðið var upp á heima fyrir. Einnig mjög fitandi.

Hvernig gekk megrunin á þessum tíma?

„Tja, það gekk svona brösuglega. Hann var mjög duglegur að fara í mat til fólks og Davíð er alltaf með mat fyrir utan hjá sér. Oft leynist eitthvað girnilegt þar,“ segir Garðar.

 

Féll frá eftir erfið veikindi

Eldibrandur klagaði óspart í Davíð og konu hans, Ástríði Thorarensen. Var hann því farinn að fá harðfisk í hvert mál og var tíður gestur á heimili þeirra. „Það er engin kreppa hjá Eldibrandi,“ sagði Margrét Birna við DV á sínum tíma en þá var bankahrunið skollið á með miklum þunga. Sagði hún Davíð eiga tvo dygga stuðningsmenn á heimilinu, Eldibrand og hinn átta ára Garðar. „Þeir tveir styðja Davíð fram í rauðan dauðann. Það má ekki hallmæla Davíð í þeirra eyru.“

Eldibrandur var ekki eini kötturinn sem naut góðs af kattaást Davíðs og frúar. Hafa fjölmargir kettir Skerjafjarðar verið þar aufúsugestir í langan tíma. Í miðju hruni þegar Davíð sigldi ólgusjó í Seðlabankanum gat hann alltaf treyst á stuðning kattanna.

Garðar og Davíð eru enn nágrannar. Garðar segir hins vegar að Eldibrandur sé ekki lengur meðal okkar en þeir voru jafnaldrar.

„Því miður féll Eldibrandur frá núna í sumar eftir erfið veikindi. Hann náði þó 18 ára aldri.“

Um tíma var Eldibrandur í fóstri hjá Davíð og Ástríði á meðan viðhald fór fram á húsi Margrétar. Reyndi hann þá alltaf að sofa uppi í hjá þeim hjónum. Eftir að þau tóku að sér flækingsgrey mátti Eldibrandur ekki vera inni við lengur.

 

Garðar Árni
Virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins.

Fótar sig í flokknum

Sjálfur fer Garðar Árni ekki leynt með það að hann er gallharður Sjálfstæðismaður. Tekur hann virkan þátt í ungliðastarfi flokksins.

„Jújú, ég er Sjálfstæðismaður. Það getur vel verið að Davíð hafi haft einhver áhrif á það. Ég leit að minnsta kosti mikið upp til hans þegar ég var lítill“ segir Garðar og brosir.

Kemur stjórnmálaferill til greina í framtíðinni?

„Það getur alveg vel verið. Maður heldur öllum möguleikum opnum. Ég byrja alla vega ferilinn með stjórnarsæti í Heimdalli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elliði segir að einn mesti notaði frasinn þessa dagana sé algjört kjaftæði

Elliði segir að einn mesti notaði frasinn þessa dagana sé algjört kjaftæði
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Í gær

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi