fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 15:57

Eitraðar ostrur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í það minnsta þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru síðastliðinn föstudag eftir að hafa borðað á Skelfiskmarkaðnum í Reykjavík. Veiran einkennist af uppköstum og niðurgangi en smit með ostrum er vel þekkt. DV hefur rætt við ættingja eins þeirra sem smitaðist, sem var enn veikur, og sagði hann að þeir sem fengu sér ostrur hafi orðið veikir. Ostrur hafa fram að þessu verið stolt staðarins en Skelfiskmarkaðurinn sérstaklega stofnaður til að bjóða upp á ostrur, ræktaðar í Skjálfandaflóa. Í kynningarmyndbandi fyrir Skelfiskmarkaðinn segir:

„Þær (ostrur) eru stolt staðarins enda hafa íslenskar ostrur aldrei fengist áður.“

Ostrurnar eru íslenskar, frá Húsavík, niðurstaða fyrstu ostruræktunar á Íslandi. Skelfiskmarkaðurinn opnað nýlega en eigendur hans eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Clausen, Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson. Ágúst staðfestir í samtali við DV veirusýkinguna og af honum að skilja smituðust fleiri en þrettán. Eigendur harma að fólk hafi orðið veikt og hafa þeir strax brugðist við til að koma í veg fyrir frekari smit.

„Það kom upp einhver veira. Síðan við heyrðum af fyrsta tilvikinu þá höfum við verið dag og nótt að vinna í þessu. Við erum nýr veitingastaður og búið að vera erfið fæðing, þó það sé brjálað að gera. Að sjálfsögðu viljum við ekki fá fréttir af þessu. Nú liggur Húsavík niðri út af einhverri svona bakteríu, það er búið að loka leikskólanum. Við erum nýbúnir að opna og höfum ekki efni á því að fá svona frétt,“ segir Ágúst. DV ræddi við Húsvíking sem kom af fjöllum og kannaðist ekkert við að farsótt geisaði þar. Sá starfar í skólakerfi Húsavíkur.

Hann segir að rannsókn á því hvernig þetta gat gerst ekki lokið. „Strax og þetta gerðist þá kom heilbrigðiseftirlitið til okkar. Þeir gáfu okkur toppeinkunn. Þeir sögðu að við þyrftum ekkert að óttast hérna inni. Þá gæti það verið hráefnið, en meðhöndlun okkar á hráefninu er tiptop. Við fórum með ostrur strax sem sýni hjá MAST, samdægurs, og við höfum enn ekkert fengið út úr því. Við ætlum að sjá hvað kemur út úr því. Við höfum talað við ostrubændurna á Húsavík og þeir tala um þessi veikindi þar, að allur bærinn sé veikur. Ég veit ekki hvort það hafi smitast í starfsmenn og þaðan í ostrunnar,“ segir Ágúst.

Hann segir að ostrurnar hafi í það minnsta tímabundið verið teknar af matseðli. „Leið og við fengum fyrsta símtalið, þetta voru þrjú símtöl sennilega, þá tókum við þetta af matseðli. Allur staðurinn var þrifinn hátt og lágt. Við höfum reynt að hafa þetta faglegt og setjum þetta ekki aftur á matseðilinn fyrr en þetta er allt komið á hreint,“ segir Ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt