Á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af pari í miðborginni vegna vörslu fíkniefna. Í ljós kom að handtökuskipun hafði verið gefin út á manninn. Hann var því handtekinn og fluttur í fangelsi til afplánunar.
Um klukkan hálf eitt í nótt var ökumaður handtekinn í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að aka þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. Auk þess voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni og voru þau klippt af. Það var akstur gegn einstefnu sem varð ökumanninum að falli og vakti athygli lögreglumanna á honum.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt í Hafnarfirði grunaður um ölvun við akstur sem og brot á reynslulausn.