fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Þýskur banki sagður ætla að hefja starfsemi hér á landi á næstu vikum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 08:00

Lógó N26.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðin tímamót kunna að verða í bankaþjónustu hér á landi á næstu vikum því þýski netbankinn N26 er sagður ætla að hefja starfsemi hér á landi á næstu vikum. Bankinn á rætur að rekja til Berlínar og er ekki ýkja gamall en hann hefur sótt hratt fram á evrópska markaðnum að undanförnu og eru viðskiptavinir hans nú um 1,5 milljónir í 24 ríkjum.

Viðskiptavinir bankans nota app til að sinna bankaviðskiptum sínum en bankinn rekur engin útibú. Markmið eigenda hans er að breyta bankamarkaðnum og takast á við hina hefðbundnu banka eins og við þekkjum þá. Það er þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine sem skýrir frá þessu.

Bankinn hefur nýverið hafið starfsemi í Danmörku, Noregi, Póllandi og Svíþjóð. Næst á dagskrá er að hefja starfsemi á Íslandi og í Lichtenstein eftir því sem segir í frétt Frankfurter Allgemeine. Blaðið segir að þessi sex lönd séu mikilvæg í þeim áætlunum N26 að verða evrópskur stórbanki.

Alex Weber, sem stýrir alþjóðlegum viðskiptum hjá bankanum, segir að nú séu um 10.000 manns á biðlista eftir að verða viðskiptavinir hans. Frankfurter Allgemeine hefur eftir honum þetta sé aðallega fólk sem ferðist mikið eða eigi í miklum samskiptum við fólk í öðrum Evrópuríkjum.

Það var austurríski frumkvöðullinn Valentin Stalf sem stofnaði bankann 2015. Hugmyndafræðin á bak við hann er að viðskiptavinirnir nota app til að sinna því sem þeir þurfa að sinna í bankanum. Bankinn gefur út greiðslukort til viðskiptavina sinna.

N26 ætlar að hefja starfsemi í Sviss á næsta ári og á næstu árum er stefnan sett á Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“