Viðskiptavinir bankans nota app til að sinna bankaviðskiptum sínum en bankinn rekur engin útibú. Markmið eigenda hans er að breyta bankamarkaðnum og takast á við hina hefðbundnu banka eins og við þekkjum þá. Það er þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine sem skýrir frá þessu.
Bankinn hefur nýverið hafið starfsemi í Danmörku, Noregi, Póllandi og Svíþjóð. Næst á dagskrá er að hefja starfsemi á Íslandi og í Lichtenstein eftir því sem segir í frétt Frankfurter Allgemeine. Blaðið segir að þessi sex lönd séu mikilvæg í þeim áætlunum N26 að verða evrópskur stórbanki.
Alex Weber, sem stýrir alþjóðlegum viðskiptum hjá bankanum, segir að nú séu um 10.000 manns á biðlista eftir að verða viðskiptavinir hans. Frankfurter Allgemeine hefur eftir honum þetta sé aðallega fólk sem ferðist mikið eða eigi í miklum samskiptum við fólk í öðrum Evrópuríkjum.
Það var austurríski frumkvöðullinn Valentin Stalf sem stofnaði bankann 2015. Hugmyndafræðin á bak við hann er að viðskiptavinirnir nota app til að sinna því sem þeir þurfa að sinna í bankanum. Bankinn gefur út greiðslukort til viðskiptavina sinna.
N26 ætlar að hefja starfsemi í Sviss á næsta ári og á næstu árum er stefnan sett á Bandaríkin.