fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 11:50

Reynir Arngrímsson formaður LÍ. Samsett mynd/Læknablaðið/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.

„Fundurinn skorar á yfirvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er, því rafrettur eru hættulegar. Finna þarf viðeigandi lausn á sölu rafretta sem hjálpartækja til að hætta reykingum, t.d í apótekum. Núverandi sölufyrirkomulag er óásættanlegt. Sá árangur sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna er á heimsmælikvarða en honum er stefnt í hættu með núverandi fyrirkomulagi á sölunni,“ segir í ályktun Læknafélags Íslands.

Fram kemur lýðheilsuvísum frá Embætti landlæknis að skaðsemi vegna notkunar á rafrettum sé ekki að fullu þekkt. „Í ljósi þess hversu mjög hefur dregið úr tíðni reykinga í þessum aldurshópi hlýtur það hins vegar að teljast neikvætt hversu stór hluti 10. bekkinga notar rafrettur, jafnvel án þess að hafa fiktað við að reykja tóbak. Árið 2016 sögðust til að mynda um 3% nemenda sem aldrei höfðu reykt sígarettur hafa notað rafrettur einu sinni eða oftar síðastliðna 30 daga. Hlutfallið var ríflega fjórfalt hærra árið 2018. Þessi aukning sýnir að nauðsynlegt er að fylgjast með notkun á rafsígarettum og greina hvert skal beina forvörnum,“ segir í lýðheilsuvísum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við