fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Fíkniefnunum í Skáksambandsmálinu eytt áður en málið kom fyrir dóm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 05:40

Sigurður Kristinsson er ákærður í Skáksambandsmálinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa réttarhöld yfir í hinu svokallaða Skáksambandsmáli þar sem þrír eru ákærðir fyrir innflutning á miklu magni fíkniefna. Meðal þeirra er Sigurður Ragnar Kristinsson sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni. Sigurður játaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. Lögmaður Sigurðar segir að hann efist um vigtun efnanna og hvort efnin séu rétt tilgreind í ákæru. Spænska lögreglan eyddi þeim hluta fíkniefnanna, sem hún haldlagði, áður en réttarhöldin hófust og því er ekki hægt að gera frekari greiningar á þeim.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Önnu Barböru Andradóttur, saksóknara, að íslenska lögreglan hafi óskað eftir að efnunum yrði ekki eytt en beiðnin komst ekki til skila í tíma og því var þeim eytt. Hún sagði að ákvörðun um að eyða efnunum hafi verið tekin á grundvelli vinnureglna á Spáni sem byggja á stöðlum frá Sameinuðu þjóðunum. Spánverjar fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar ættu að fullnægja íslenskum stöðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“