fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan varar fólk við svikapósti sem sendur er með tölvupósti

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 23:25

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla sendir í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún varar fólk við að opna póst sem virðist vera sendur frá lögreglunni:

Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni virðist vera að fara mjög víða í kvöld. Við biðjum fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu. Slóðin sem fólk er beðið að opna er stafsett svipað og vefsvæði lögreglu, en er annar vefur og er mögulega sýktur af vírus.

Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi.

Uppfært samkvæmt upplýsingum frá lögreglu:

Lögreglan er að skoða málið á þessari stundu. Gott er að bæta við að afar margir hafa haft samband við lögreglu enda virðist þessi svikapósta-árás vera afar vel skipulögð. Þeir sem hafa smellt á umrædda hlekki og lent í að tölvur smitist, er bent á að slökkva strax á tölvum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming