fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Lögreglan varar fólk við svikapósti sem sendur er með tölvupósti

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 23:25

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla sendir í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún varar fólk við að opna póst sem virðist vera sendur frá lögreglunni:

Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni virðist vera að fara mjög víða í kvöld. Við biðjum fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu. Slóðin sem fólk er beðið að opna er stafsett svipað og vefsvæði lögreglu, en er annar vefur og er mögulega sýktur af vírus.

Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi.

Uppfært samkvæmt upplýsingum frá lögreglu:

Lögreglan er að skoða málið á þessari stundu. Gott er að bæta við að afar margir hafa haft samband við lögreglu enda virðist þessi svikapósta-árás vera afar vel skipulögð. Þeir sem hafa smellt á umrædda hlekki og lent í að tölvur smitist, er bent á að slökkva strax á tölvum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum