fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hættulegustu eldfjöll landsins undirbúa sig undir gos – Gera ráð fyrir hinu versta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm öflugustu og virkustu eldfjöll landsins eru nú tilbúin til að gjósa eða eru að undirbúa sig undir gos. Vísindamenn fylgjast náið með þeim enda ekki vanþörf á. Við gerð viðbragðsáætlana er gert ráð fyrir hinu versta enda ekki hægt að sjá fyrir hvort gosin verða lítil eða stór.

Þetta kom fram í umfjöllun RÚV í Kveik í gærkvöldi. Þar kom fram að Öræfajökull sé að búa sig undir gos en sú þróun er frekar nýtilkomin enda gýs eldfjallið ekki nema á 500 til 1.000 ára fresti. Eldfjallið fór að bæra á sér í lok árs 2016 og hefur síðan sýnt merki um að það sé að undirbúa sig undir gos. Engin viðbragðsáætlun var til og því þurfti að bregðast hratt við. Neyðaráætlun var útbúin í skyndingu.

Í Kveik var haft eftir Páli Einarssyni, jarðfræðingi, að Öræfajökull hafi byrjað að þenjast út um áramótin 2016-2017 og sé enn að. Þetta þýði að hann sé að undirbúa sig undir gos.

„Ég held að það fari ekkert á milli mála.“

Sagði Páll og benti á að þróunin geti tekið langan tíma. Það hafi tekið Eyjafjallajökul 18 ár að ná upp nægum þrýstingi til að gjósa eftir að hann fór að sýna sömu merki og Öræfajökull sýnir nú.

Gera ráð fyrir hinu versta

Í þættinum var rætt við Víði Reynisson, sem vinnur að almannavörnum á Suðurlandi, og sagði hann að við gerð neyðaráætlana sé miðað við verstu sviðsmyndirnar. Gosið 1362 sé ofarlega í huga manna við gerð neyðaráætlana.

„Það eru þessi ógnvænlega gjóskuhlaup þar sem eldskýin fara niður fjallið á ógnarhraða og svo þetta óhemju öskufall sem fylgdi því gosi. Það sem færði heila sveit hérna á kaf í ösku, ef svo má segja.“

Sagði Víðir.

Vakta fjögur önnur eldfjöll

Í þættinum kom fram að fjögur önnur eldfjöll eru einnig að búa sig undir gos og eru þau vöktuð sérstaklega. Þetta eru Bárðarbunga, Grímsvötn, Hekla og Katla.

Páll sagði að eftir gosið í Holuhrauni 2014 til 2015 hafi Bárðarbunga fljótlega farið að byrja að undirbúa sig undir nýtt gos. Hann sagði að hún geti nánast lamað raforkukerfi landsins ef til goss kemur.

Páll sagði erfitt að segja til um Kötlugos því hún sé dottin úr takti síðustu alda þegar hún gaus á um 50 ára fresti. Það sé því ekki hægt að segja til um hverju hún tekur upp á næst.

Eins og skýrt var frá í gær gæti gos í Heklu grandað flugvél. Ekki er hægt að segja til um gos í Heklu nema með mjög skömmum fyrirvara og því verða þeir sem eru staddir á fjallinu í mikilli hættu ef til goss kemur. Enginn tími gefst til að vara þá við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu