fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Mál Björns Braga komið á borð lögreglu: „Við munum fara yfir málið“

Hjálmar Friðriksson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 30. október 2018 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við DV að mál Björns Braga sé komið í formlega skoðun hjá embættinu. Björn Bragi játaði í nótt að hann hafi káfað á 17 ára stúlku um helgina á Akureyri.

„Við heyrðum af þessu fyrst í hádeginu í dag og við höfum ekki sest yfir þetta enn þá en ég reikna fastlega með því að við munum fara yfir málið og ræða við þá aðila sem tengjast málinu. Nú þegar þetta er komið í okkar vitneskju þá þurfum við bara að setjast yfir þetta og hafa samband við hlutaðeigandi, þannig eru þessi mál unnin,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Hegningarlög eru skýr hvað þetta varðar, en í 199. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Ofan á þetta bætist að lögregla skal hefja rannsókn hafi hún vitneskju eða grun um að slíkt brot hafi verið framið á barni yngra en 18 ára. Það er óháð því hvort viðkomandi barn hafi kært málið til lögreglu. Líkt og Bergur staðfestir í samtali við DV þá hefur lögreglan hafið skoðun á málinu.

DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Birni Braga án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt