Björn Bragi Arnarsson uppistandari og spyrill í spurningaþættinum Gettu betur sem er á dagskrá RÚV hefur hætt störfum. Í færslu sem Björn Bragi birti á Facebook nú fyrir stuttu segir hann að með þessu vilji hann axla ábyrgð. Björn hefur verið spyrill í Gettu betur undanfarin 5 ár.
DV greindi frá því að myndband, þar sem hann sést þukla á 17 ára stelpu á veitingastað á Akureyri, hafi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Baðst Björn afsökunar á gjörðum sínum og sagði í færslu á Facebook að hann hafi rætt við bæði stelpuna og móður hennar.
Hér að neðan má sjá færslu Björns.