Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla skömmu fyrir sex í morgun. Slysið varð um miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krísuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Reykjanesbraut var lokað í báðar áttir, en opnuð aftur skömmu eftir klukkan átta samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Fólksbílarnir eru báðir ónýtir eftir áreksturinn.