Karlmaður fannst látinn í tjörn við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu um hádegisbil í dag. Vísir greindi fyrst frá.
Ekki er hægt að veita upplýsingar um dánarorsök mannsins, sem var á sextugsaldri, eða greina nánar frá tildrögum málsins að svo stöddu. Ekki er þó talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Fjölmennt lið lögreglu og annarra viðbragðsaðila var sent út og nokkuð stórt svæði í kringum tónlistarskólann og kirkjuna girt af og almenningi meinaður aðgangur að staðnum.
Fréttin hefur verið uppfærð.