fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Sindri Viborg Pírati var lagður í einelti sem barn: „Blóðnasir og sprungnar varir, beinbrot og brákanir“

Auður Ösp
Laugardaginn 27. október 2018 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki til „reynum öll að vera vinir“ í svona ástandi. Annað hvort er ofbeldið stoppað, eða gúdderað, það er ekki til „hlutlaus afstaða“ heldur. Það er meðvirknin að tala. Meðvirknin er með ofbeldinu í liði. Það á enginn skilið að verða fyrir því, ekki nokkur sál,“ segir Sindri Viberg fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata en hann tjáir um sig um reynslu sína af einelti í einlægri færslu á facebook síðu sinni. Hann tekur fram að í þá daga hafi eineltið að vísu „bara verið kallað stríðni.“

„Persónulega finnst mér það nokkuð súrrealískt skondið, svona hugsandi til baka, hvað fólk var tilbúið til að láta falla undir orðið stríðni. 

Kennarar og aðrir fullorðnir voru tilbúnir að setja hluti eins og;
Uppnefningar og niðrun, sem stríðni.
Vera afskiptur með öllu, sem stríðni.
Eyðilegging á skólabókum, sem stríðni. 
Eyðilegging á eigum manns, sem stríðni.
Blóðnasir og sprungnar varir, sem stríðni.
Beinbrot og brákanir, sem stríðni.
Hnífsstungu og hótanir um slíkt á fjölskyldu meðlimi manns, sem stríðni.

Þetta er ekki tæmandi listi. 

En, eins og tíðin var þá,var þetta bara venjuleg bernskubrek barna og ekkert til að vera að fetta sig út í neitt. Þetta átti ugglaust allt að herða mann fyrir lífið og tilveruna. Sú hersla skilaði sér í brotinni sjálfsímynd, lífsleiða og sjálfsvígstilraunir og margra ára uppbyggingu á sjálfum sér sem einstaklingi. Það tók þónokkur ár að geta horft í spegil og ekki hatað það sem maður sá.

Líkamlegt ofbeldi minnkar með aldrinum

Líkt og Sindri bendir á hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og í dag myndi ofangreind hegðun vafalaust flokkast sem einelti. En birtingarmyndir eineltis hafa líka breyst.

„Við höfum aðgerðaráætlanir í skólum, við höldum „awareness“ daga og hlutir fara í blöðin, fari fólk út í óeðlilega hegðun við náungann. Við erum fljót að hlaupa til ef að við sjáum fólk (börn oftast) vera lamin af öðrum. Samnemendum, bekkjarfélögum eða bara hvar sem þau koma saman.

Og það er gott. Það er okkar samfélagslega skylda að hjálpa þeim sem verða fyrir þessu. Ofbeldi á ekki að líðast, sama hvað.

Það er minna af beinu líkamlegu ofbeldi eftir því sem maður verður eldri. Sem er, út af fyrir sig, gott. Vandinn er að það verður meiri fágun í eineltinu. Við lifum svo lengi sem við lærum og allt það. Eineltið verður fágaðara, erfiðara að greina og enn erfiðara að stoppa.

Einnig er það þannig að eftir að við erum orðin fullorðin, þá eigum við að vera vaxin upp úr þessu. Því er lítið pælt í þessu á fullorðins árum, enda allir orðnir þroskaðir. Eða svo er sagt.

Af öllu því sem ég þuldi upp í upplistun minni á hvað var kallað stríðni, þá eru tveir hlutir þar sem eru, að mínu mati og út frá minni reynslu, hvað verstir. Fyrstu tvær línurnar.

Ef ég þyrfti að fara í gegnum þetta aftur, þá myndi ég seinast vilja þurfa að fara í gegnum það að vera afskiptur og niðraður.“

Þá segir Sindri að ef hann yrði að velja á milli líkamlega og andlega eineltisins þá myndi hann hiklaust velja það líkamlega.

„Það tók mig mun lengri tíma að ná mér eftir andlegu árásirnar, en þær líkamleguÁstæðan fyrir þessu er að líkamlegt ofbeldi, eins ógeðfellt og það er, er „heiðarlegt“ það er, þú sérð það koma, þú veist af því og það fer ekki á milli mála hver á í hlut. 

Andlegt einelti, hinsvegar er falið. Fólk lýgur að þér, hefur þig að fífli, platar, mætir ekki þegar það lofar, skilur mann eftir, neyðir mann til að sanna sakleysi sitt (maður er sekur unns sakleysi er sannað þegar Gróa á Leiti er dómarinn) og þar eftir götunum. Ég fæ ekki að vera ég sjálfur, því fólk, af einhverri ástæðu, „veit“ hvað er satt um mann og hvað ekki, því allir eru að segja þetta, og ef allir eru að því, þá hlýtur það að vera satt!
Svona heldur þetta áfram, grafandi undan manni, þangað til ekkert er eftir. 

Á sama tíma, eru áverkarnir eftir seinustu barsmíð grónir og gleymdir.

Því segi ég aftur, andlegt ofbeldi er það ógeðfelldasta form af einelti sem ég veit um.“

Augljóst dæmi um meðvirkni

Þá bendir Sindri á að andlegt ofbeldi sem á sér stað meðal fullorðinna sé oftar en ekki afskráð sem „vinnustaðahúmor“ eða „vinastríðni.“

„Það sem gerist einnig er að fólk sem sér þetta, og er ósátt með það, oftar en ekki þorir ekki að gera neitt í þessu, einfaldlega vegna þess að það vill ekki verða fyrir þessu heldur.
Meðvirknin lætur til skara skríða, enda er þetta ekkert nema stríðni, og viðkomandi einstaklingur þarf bara að „grow a pair“ og harka þetta, þá hættir þetta.“

Sindir biðlar að lokum til fólks um að grípa inn í og stoppa einelti þegar það verður vitni að því, sama í hvaða formi það birtist.

Þetta er eins og ísjaki, það sem þú sérð er bara rétt efsti toppurinn af ástandinu. 

Vinsamlegast, standið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?