Rúmlega tvö í dag að íslenskum tíma réðst vopnaður maður inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum og hóf skotárás. Jason Lando, talsmaður lögreglunnar í Pittsburgh, staðfestir að nokkrir hafi látist í árásinni.
Í fjölmiðlum í Bandaríkjunum er greint frá að minnst átta séu látnir. Einnig er talið að minnst þrír lögreglumenn hafi verið skotnir.
Bænaathöfn var í gangi þegar árásin var gerð og hefur lögreglan handtekið árásarmanninn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twittersíðu sinni að hann fylgist með þróun mála og biður fólk að halda sig innandyra.
Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018