Sigurður Ragnar Kristinsson og Hákon Örn Bergmann neituðu sök í Skáksambandsmálinu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn sem er ákærður í málinu, Jóhann Axel Viðarsson, játaði atvikin en neitað að hafa vitað að um fíkniefni hafi verið að ræða.
Þeim er öllum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á sex kílóum af fíkniefnum sem faldir voru í skákmunum sem fluttir voru til landsins. Fíkniefnin fundust við leit áður en þeir komu til landsins. Munirnir voru sendir á skrifstofu Skáksambandsins í Faxafeni um miðjan janúar á þessu ári þar sem fjórtán sérsveitin réðst inn og handtóku tvo menn, þar á meðal forseta Skáksambandsins sem tók grunlaus við sendingunni. Hvorki Skáksambandið né forsetinn koma málinu við á neinn hátt.
Sjá einnig: Sérsveitin braust inn í Skáksamband Íslands og handtók saklausan forsetann
Sigurður Ragnar er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem féll milli hæða á heimili þeirra í Marbella á Spáni um svipað leyti og fíkniefnin fundust, það er þó alls óvíst hvort það tengist málinu. Sigurður Ragnar er einnig ákærður fyrir skattalagabrot vegna fyrirtæki síns, SS verk. Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu fer fram 7.janúar á næsta ári.